Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 86

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 86
SKÓLASAFNSFRÆÐI - SÉRSTÖK NÁMSGREIN í könnun á grunnmenntun skólasafnskennara á Norðurlöndum, sem gerð var á vegum Félags norrænna skólasafnskennara árið 1990 kemur í ljós að í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð eru 85-95% starfsmanna á skólasöfnum kennarar og 5-15% bókasafnsfræðingar (sjá Töflu 2). Ekki kemur fram hve margir þessara starfsmanna hafa sérmenntun í skólasafnsfræði. I sömu könnun kemur fram að Danmörk og Færeyjar hafa þá sérstöðu meðal Norðurlandanna að þar eru eingöngu ráðnir kennarar í stöðu skólasafnskennara (Ragnhildur Helgadóttir 1991:4-5). Svör frá þeim skólum sem könnun mín náði til leiddu í ljós að sérmenntun fyrir skólasafnskennara er í boði í einhverri mynd alls staðar á Norðurlöndum nema á Grænlandi og í Svíþjóð (sjá Töflu 1). Verður nú gerð grein fyrir því hvernig þessari menntun er hagað í einstökum löndum. í Danmörku fer hálfs árs nám fyrir skólasafnskennara fram við Kennaraháskóla Danmerkur þar sem skólasafnsfræði hefur verið kennd frá árinu 1964. Námið fer fram í höfuðstöðvunum í Kaupmannahöfn og útibúum skólans í Haderslev, Óðins- véum, Skive, Vordingborg, Álaborg og Árósum (Hartvig Petersen og Kryger 1994:9). í Færeyjum er nám skólasafnskennara skipulagt í samvinnu við Kennaraháskóla Danmerkur og er það talið sambærilegt við námið í Danmörku. í Finnlandi er nám í skólasafnsfræði í boði við eina menntastofnun, Háskólann í Uleáborg. Námið er ætlað háskólastúdentum í kennslufræði eða bókasafns- og upp- lýsingafræði. Námið við Háskólann í Uleáborg tekur sex vikur og er um tvö mis- munandi námskeið að ræða eftir því á hvorri námsbrautinni viðkomandi nemandi er. í Noregi hefur á undanförnum árum verið í boði hálfs árs nám í skólasafnsfræði við ýmsa kennaraháskóla. Námið er skipulagt eftir áætlun sem unnin var af nefnd um menntun norskra kennara árið 1989 (Rammeplan ... 1989:6-10). Skólaárið 1994-1995 fór fram nám eftir þessari áætlun við Háskólann á Ögðum og Kennara- háskólann í Björgvin. Það er ekki tilviljun að námið fór fram við þessar mennta- stofnanir sem eru staðsettar í fylkjunum Vestur-Ögðum og Hörðalandi því þar hefur öflugt ríkisstyrkt þróunarstarf á sviði skólasafna farið fram frá árinu 1993 (Kompetanseutvikling i skolebiblioteksektoren ... 1994:1-3). Á íslandi býður Háskóli Islands fram 30 eininga nám fyrir kennara sem hyggjast starfa á skólasöfnum. Ber það yfirskriftina Bókasafns- og upplýsingafræði: Aukagrein fyrir skólasafnverði. Námið er sett saman úr námskeiðum sem eru í boði í almennu námi til B.A.-prófs í bókasafns- og upplýsingafræði. Skyldunámskeið eru sex og fela í sér 20 einingar, en þar við bætast valnámskeið (lOe) (Háskóli íslands. Kennsluskrá ... 1994:446-450). Tvö skyldunámskeiðanna taka sérstaklega mið af börnum og skólasöfnum en það eru námskeiðin Skólasöfn (5e) og Bókaval. Efni fyrir börn (3e). Einnig mun námskeiðið Vettvangsnám I-III (3e) einkum miðast við vinnu á skólasafni. Aðeins 11 einingar af þessum 30, eða um það bil x/s af námsefninu, eru sérstaklega skipulagðar með þarfir grunnskólans í huga. 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.