Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 94

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 94
SKÓLASAFNSFRÆÐI - SÉRSTÖK NÁMSGREIN þeirra tileinka sér. Það er því afar mikilvægt að þeir geri sér grein fyrir möguleikum safnsins og geti nýtt sér það á fjölbreytilegan og markvissan hátt. Bandaríski skólasafnsfræðingurinn D. Loertscher (1988) hefur greint starfshætti á skólasöfnum á ýmsa vegu. Hann hefur meðal annars flokkað samvinnumöguleika kennara og skólasafnskennara í átta mismunandi stig, frá engri samvinnu upp í mjög mikla. B. Kiihne (1992:61-62) hefur gert eftirfarandi útdrátt úr flokkun Loertschers: 1. Kennarinn kennir eingöngu með hjálp kennslubóka án nokkurra hjálpargagna. 2. Kennarinn notar eigin bækur og gögn sér til hjálpar í kennslunni. 3. Kennarinn fær lánaðar bækur á skóla- eða almenningsbókasafni til að nota í kennslunni en án samráðs við skólasafnskennarann. 4. Kennarinn notfærir sér hugmyndir sem skólasafnskennarinn lætur í té, t.d. i kaffihléi eða á samstarfsdegi en án þess að hafa falast eftir upplýsingum. 5. Skólasafnskennarinn fær að „auðga" kennsluna, t.d með sögustundum, bóka- kynningum eða öðru sem hann hefur sjálfur á hendi. Oftast er þetta efni vel þegið afkennurum og nemendum en stendur venjulega ekki í beinum tenglsum við kennsluna. 6. Kennari gerir ráð fyrir skólasafninu við skipulagningu verkefnis. Hann fær skólasafnskennarann til að taka til gögn og leiðbeina nemendum. 7. Kennari og skólasafnskennari deila ábyrgðinni við að skipuleggja verkefni. Þeir greina í sameiningu getu nemenda, ákveða námsefni og vinnuaðferðir og meta útkomuna. 8. Kennari og skólasafnskennari ganga saman einu skrefi lengra og skipuleggja skólaþróunarverkefni fram í tímann. Ég lít svo á að öll ofantalin átta stig megi finna í íslenskum skólum. Þess vegna tel ég að flokkun Loertschers megi nota til að greina samstarf kennara og skólasafns- kennara á íslandi. Ljóst er að skólasafnið nýtist ekki jafn vel í öllum námsgreinum og það er ekki markmið í sjálfu sér að kennarar nýti sér skólasafnið stöðugt eins og lýst er á efri stigunum í flokkun Loertschers. Hitt er umhugsunarefni ef kervnarar nýta sér skólasafnið aldrei eða sjaldan á þann hátt sem lýst er á stigum 6-8. Það væri vísbending um að þeir þyrftu aukna þjálfun í að beita kennsluaðferðum sem krefjast aðgangs að fjölbreyttum gögnum. Skólasafnið á að vera órjúfanlegur hluti skólans og því er mikilvægt að skóla- safnskennarinn sé virkur í kennslufræðilegri umræðu og taki þátt í að móta og þróa skólastarfið. Hann á því að vera ómissandi hlekkur í kennslufræðilegu starfi skól- ans við að útfæra skólanámskrá og skólaþróunarverkefni. Þau störf sem nefnd voru hér að framan og miða að því að byggja upp safnkost, skipuleggja hann og gera aðgengilegan í skólastarfinu, vinnur skólasafnskennarinn yfirleitt einn eða í lítilli samvinnu við nemendur og kennara. En leggja ber áherslu á nauðsyn þess að hann hafi samráð við kennara skólans um val á gögnum. Fyrr- nefnd störf eru nauðsynlegur undirbúningur að því að hægt sé að miðla safn- kostinum og vinna við hann í samstarfi við nemendur og kennara. 92 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.