Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 94
SKÓLASAFNSFRÆÐI - SÉRSTÖK NÁMSGREIN
þeirra tileinka sér. Það er því afar mikilvægt að þeir geri sér grein fyrir möguleikum
safnsins og geti nýtt sér það á fjölbreytilegan og markvissan hátt.
Bandaríski skólasafnsfræðingurinn D. Loertscher (1988) hefur greint starfshætti
á skólasöfnum á ýmsa vegu. Hann hefur meðal annars flokkað samvinnumöguleika
kennara og skólasafnskennara í átta mismunandi stig, frá engri samvinnu upp í
mjög mikla.
B. Kiihne (1992:61-62) hefur gert eftirfarandi útdrátt úr flokkun Loertschers:
1. Kennarinn kennir eingöngu með hjálp kennslubóka án nokkurra hjálpargagna.
2. Kennarinn notar eigin bækur og gögn sér til hjálpar í kennslunni.
3. Kennarinn fær lánaðar bækur á skóla- eða almenningsbókasafni til að nota í
kennslunni en án samráðs við skólasafnskennarann.
4. Kennarinn notfærir sér hugmyndir sem skólasafnskennarinn lætur í té, t.d. i
kaffihléi eða á samstarfsdegi en án þess að hafa falast eftir upplýsingum.
5. Skólasafnskennarinn fær að „auðga" kennsluna, t.d með sögustundum, bóka-
kynningum eða öðru sem hann hefur sjálfur á hendi. Oftast er þetta efni vel
þegið afkennurum og nemendum en stendur venjulega ekki í beinum tenglsum
við kennsluna.
6. Kennari gerir ráð fyrir skólasafninu við skipulagningu verkefnis. Hann fær
skólasafnskennarann til að taka til gögn og leiðbeina nemendum.
7. Kennari og skólasafnskennari deila ábyrgðinni við að skipuleggja verkefni. Þeir
greina í sameiningu getu nemenda, ákveða námsefni og vinnuaðferðir og meta
útkomuna.
8. Kennari og skólasafnskennari ganga saman einu skrefi lengra og skipuleggja
skólaþróunarverkefni fram í tímann.
Ég lít svo á að öll ofantalin átta stig megi finna í íslenskum skólum. Þess vegna tel
ég að flokkun Loertschers megi nota til að greina samstarf kennara og skólasafns-
kennara á íslandi. Ljóst er að skólasafnið nýtist ekki jafn vel í öllum námsgreinum
og það er ekki markmið í sjálfu sér að kennarar nýti sér skólasafnið stöðugt eins og
lýst er á efri stigunum í flokkun Loertschers. Hitt er umhugsunarefni ef kervnarar
nýta sér skólasafnið aldrei eða sjaldan á þann hátt sem lýst er á stigum 6-8. Það
væri vísbending um að þeir þyrftu aukna þjálfun í að beita kennsluaðferðum sem
krefjast aðgangs að fjölbreyttum gögnum.
Skólasafnið á að vera órjúfanlegur hluti skólans og því er mikilvægt að skóla-
safnskennarinn sé virkur í kennslufræðilegri umræðu og taki þátt í að móta og þróa
skólastarfið. Hann á því að vera ómissandi hlekkur í kennslufræðilegu starfi skól-
ans við að útfæra skólanámskrá og skólaþróunarverkefni.
Þau störf sem nefnd voru hér að framan og miða að því að byggja upp safnkost,
skipuleggja hann og gera aðgengilegan í skólastarfinu, vinnur skólasafnskennarinn
yfirleitt einn eða í lítilli samvinnu við nemendur og kennara. En leggja ber áherslu á
nauðsyn þess að hann hafi samráð við kennara skólans um val á gögnum. Fyrr-
nefnd störf eru nauðsynlegur undirbúningur að því að hægt sé að miðla safn-
kostinum og vinna við hann í samstarfi við nemendur og kennara.
92
J