Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 117
PÁLMI AGNAR FRANKEN
Hér er mælska áberandi. Myndræn framsetning er engin en í staðinn beitir höf-
undur retórískri aðferð við að nálgast megininntak ljóðsins: að skilgreina ástina.
Það hefur stundum verið sagt um mun á miðleitnum ljóðum og útleitnum, að
þau fyrmefndu hverfist inn að ákveðnum efniskjarna sem skáldið leitast við að gera
ljósan og skýran í sem stystu máli, en útleitin ljóð vaxi út frá ákveðnum frumkjarna.
Þannig fæðir ein hugmynd aðra af sér í útleitnum ljóðum og skipulag verður mun
lausara en ella. Til að styrkja ljóðheildina er þá stundum gripið til þess ráðs að
endurtaka orð og merkingar en slíkt er óþarft ef ljóðið er miðleitið (Óskar Halldórs-
son 1977:133-134):
Það!
Verndað, elskað, dáð og virt
tómið eitt
seittfram eftir galdrapnlu
sönglað inn í glerbúr
og mannslífum og annars konar drasli
fórnað á stalli pess
tómið eitt
kreist úr bókum
sviti og tár
kreist úr heimspekingum og
fl uggáfuðum fíflum
tómið eitt
ferðalög farin pangað
en til hvers?
til að vera eytt
fyrir ekki neitt
tómið eitt.
(Ljóðdrekar [1] 1990:16)
Hér fellur stíllinn ágætlega að markmiði Ijóðsins; ádeila á tómhyggju. Höfundur
styðst að nokkru við endurtekningar, tómið eitt - kreist úr bókum/kreist úr heimspek-
ingum ..., efnið er margþætt og ljóðið einkennist af mælsku.
Prósar
Prósaljóð eru mörg í Ljóðdrekum. Lengd ljóðanna er nokkuð mismunandi, allt frá
nokkrum línum og upp í heila blaðsíðu. Við skilgreiningu prósaljóða var þó fyrst
og fremst litið á ytri einkenni.
Bandaríska prósaskáldið Russel Edson (1975:101) skilgreindi ytri einkenni
prósaljóðsins þannig að á yfirborðinu liti það út svipað og kennslukver ætlað
byrjendum, upphaf málsgreina inndregið og textinn línujafnaður. Ljóðið ætti ekki
að opinbera innihald sitt með ytri einkennum heldur væri lesandanum sjálfum
ætlað að skynja hið ljóðræna innihald og hrífast með nauðugur viljugur.
115