Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 7

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 7
FRÁ RITSTJÓRA Tólfti árgangur Uppeldis og menntunar lítur nú dagsins ljós. Hann hefur að geyma níu fræðigreinar, allfjölbreytilegar að efni sem skírskotar væntanlega til ólíkra hópa kennara og annarra sem fást við mennta- og uppeldismál. Þessi árgangur er nokkuð mjóslegnari en hinir næstu á undan. Það stafar ekki svo mjög af því að minna framboð hafi verið á efni til birtingar sem hinu að ný ritnefnd hafði fullan hug á að breyta nokkuð útliti tímaritsins og efnislegum áherslum. Hefur hún lagt hugmyndir sínar fyrir Vísindaráð Kennararaháskóla Islands og forstöðu- mann Rannsóknarstofnunar skólans og fengið góðar undirtektir. í fyrsta lagi stefnir ritnefnd að því að gefa út tvö tölublöð á ári sem verði hvort um sig nálægt tíu örkum að stærð. í öðru lagi verður stefnt að því að gera efni ritsins fjölbreyttara en verið hefur í síðustu árgöngum en þeir hafa, rétt eins og þessi árgangur, einvörðungu haft að geyma eiginlegar fræðigreinar. Ritnefndin telur eftirsóknarvert að tímaritið verði jafnframt vettvangur fyrir upplýsta umræðu og skoðanaskipti um álitaefni varðandi stefnumótun fyrir mennta- og uppeldisstofnanir sem og varðandi framkvæmd í mennta- og uppeldismálum almennt. I þessu tímariti ætti slík umræða að geta notið góðs m.a. af niðurstöðum rannsókna sem birtast jafnaðarlega á síðum þess. Þetta ætti að geta þjónað því markmiði, sem verður að teljast mikilvægt, að styrkja tengsl kenn- inga og framkvæmda í þessum málafokki. Undir þennan flokk umræðu- og kynn- ingarefnis geta jafnframt fallið greinar sem skýra frá og/eða leggja mat á nýmæli í uppeldis- og kennslustarfi. í þriðja lagi hyggst ritnefndin vinna að því að jafnaðarlega birtist umsagnir um nýlega útkomnar bækur sem fjalla um kennslu, uppeldi og menntun. Þessi efnis- flokkur hefur verið á dagskrá tímaritsins en erfitt hefur reynst áð halda honum úti; er þó varla fullreynt. Við undirbúning að útgáfu næsta árgangs Uppeldis og menntunar vinnur ritnefndin eftir þeim nótum sem raktar eru að ofan. Hvernig til tekst er öðru fremur komið undir viðbrögðum áskrifenda og annarra lesenda. Tekið skal fram að á næstunni mun ritnefnd birta á vefsíðu Rannsóknarstofnunar KHÍ (http://rannsokn.khi.is) ítarlegar leiðbeiningar um frágang fræðigreina og annars efnis sem tímaritið er vettvangur fyrir. Ritnefnd þakkar samstarfið sem hún hefur átt við marga aðila í sambandi við útgáfu þessa árgangs, ekki síst ritrýnendum og Margréti Friðriksdóttur sem annaðist um- brot og uppsetningu. 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.