Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 15
AMALÍA BJÖRNSD., INGIBJÖRG SÍMONARD. OG JÓHANNA EINARSD.
efni frá foreldrunum. Rannsóknir á tvíburum benda til þess að námsörðugleikar og
þá kannski sérstaklega lestrarörðugleikar ráðist að hluta af erfðum (Plomin, DeFries,
McClearn og McGuffin, 2001). Það að eiga ættingja með lestrarörðugleika virðist því
auka líkur á að barn lendi í lestrarörðugleikum. Þarna er vissulega um flókið samspil
umhverfis og erfða að ræða. Niðurstöður langtímarannsóknar á tvíburum í þremur
löndum benda til þess að erfðir hafi áhrif á minni og nám, þar á meðal á hljóðkerfis-
vitund (Byrne, Delaland, Fielding-Barnsley og Quain, 2002). Rétt er að benda á að
þótt erfðir hafi áhrif þá útilokar það ekki áhrif umhverfis. Líklega er aldrei mikilvæg-
ara að huga vel að umhverfi eins og þegar einstaklingur er með einhverja arfgenga
veikleika.
Þar sem rannsóknir sýna tengsl ýmissa félagslegra þátta og erfða við árangur í
lestri og þróun hljóðkerfisvitundar er forvitnilegt að kanna þau tengsl við mælingar
á málþroska og lestrarfærni í fyrstu bekkjum grunnskólans á íslandi.
HÖNNUN OG TILURÐ HUÓM OG HUÓM-2
Eins og fram hefur komið í þessari grein sýna rannsóknir að unnt er að þjálfa hljóð-
kerfisvitund hjá ungum börnum og þar með að auka líkur á farsælu lestrarnámi. Því
er mikilvægt að bera strax í leikskóla kennsl á þau börn sem eru með slaka hljóðkerf-
isvitund. HLJÓM-2 var hannað með það fyrir augum að geta nýst í þeim tilgangi.
Haustið 1996 hófst vinnan við rannsóknina sem HLJÓM-2 byggir á. Markmið
rannsóknarinnar var í upphafi að kanna tengsl hljóðkerfis- og málmeðvitundar fimm
til sex ára barna við síðari lestrarfærni þeirra. í því skyni var hannað tæki, HLJÓM,
sem kannaði ákveðna þætti hljóðkerfis- og málmeðvitundar með tengsl við síðari
lestrarerfiðleika í huga.
Við hönnun HLJÓM voru útbúin greinandi verkefni sem nota mætti til að leggja
mat á hljóðkerfis- og málmeðvitund fimm til sex ára barna. Þetta voru tíu mismun-
andi verkefni hvert um sig með 9-16 atriðum. Haft var til hliðsjónar efni úr svipuð-
um athugunum sem gerðar höfðu verið erlendis. Verkefnin taka mið af mismunandi
hugmyndafræði fræðimanna sem stundað hafa rannsóknir á þessu sviði (sjá t.d. Fox
og Routh, 1984; Castle o.fl., 1994; Jorm, Share, Maclean og Matthews, 1984; Mody,
Studdert-Kennedy og Brady, 1997; Wagner, Torgesen, Laughon, Simmons og Ras-
hotte, 1993). Þar velta menn vöngum yfir því hvort færni á einhverju ákveðnu sviði
hljóðkerfis- og málmeðvitundar hafi meiri áhrif en færni á öðru. Er það t.d. heppilegri
forsenda fyrir góðu lestrargengi að vera leikin í greina að hljóð í orðum fremur en að
samtengja hljóðin? Er nauðsynlegt að vera líka leikinn í þáttum sem tengjast meira
öðrum þáttum málmeðvitundar?
Þau verkefni sem mynduðu HLJÓM voru: Löng og stutt orö, orð í setningu, orð úr
minni, rím, samsett orð, snmstöfur, hljóðgreining, margræð orð, orðhlutaeyðing og hljóð-
tenging.
I rannsóknum sem meta eiga forspárgildi prófa er nauðsynlegt að fylgja sama
barnahópnum eftir. HLJÓM átti að bera kennsl á börn á leikskólaaldri sem líklegt
væri að ættu við lestrarerfiðleika að stríða í grunnskóla og því var hópi barna fylgt
13