Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 17
AMALÍA BJÖRNSD., INGIBJÖRG SÍMONARD. OG JÓHANNA EINARSD.
Les I og Les II
Samdar voru sérstakar lestrarkannanir til að meta færni barnanna, Les I fyrir 1. bekk
og Les II fyrir 2. bekk grunnskóla. Verkefnin í þessum lestrarkönnunum eru efnislega
flest þekkt úr ýmsum öðrum könnunum en samsetning þeirra er eilítið frábrugðin og
tekur mið af hugmyndafræðinni að baki HLJÓM-2. Nemendur þurfa því ýmist að
greina að hljóð/bókstafi og orðhluta í orðum eða tengja saman. Þeir þurfa að vinna
með texta og álykta um niðurstöður út frá málskilningi, máltilfinningu og/eða rök-
vísi. I Les I eru átta verkefni með samtals 92 atriðum og er það ætlað fyrir nemendur
í 1. bekk, en í Les II eru sjö verkefni með 102 atriðum og er það ætlað fyrir nemend-
ur í 2. bekk. Verkefnin í Les II reyna mun meira á lesskilning en verkefnin í Les I.
Spurningalisti
Foreldrar barna sem tóku þátt í rannsókninni svöruðu spurningalista sem saminn var
af höfundum HLJÓM-2. Þar var m.a. spurt um málþroska barnsins, venjur í sam-
bandi við lestur fyrir barnið og mál-, tal- og stafsetningarörðugleika í fjölskyldunni.
Alls var 21 spurning á listanum.
Framkvæmd
Þegar tilskilin leyfi lágu fyrir var HLJÓM lagt fyrir börnin af sérþjálfuðum prófend-
um. Þetta var einstaklingsprófun og var reynt að láta hana fara fram við aðstæður þar
sem litlar líkur væru á truflun. í niðurstöðum í þessari grein er notast við styttri út-
gáfuna, HLJÓM-2, eins og áður sagði. Ástæða þess er sú að þetta próf hefur verið gef-
ið út og er í notkun á fjöldamörgum leikskólum. Því eru upplýsingar um gildi þess
meira virði en um HLJÓM sem ekki hefur verið gefið út.
Fyrir börnin voru einnig lögð fjögur undirpróf málþroskaprófsins TOLD-2P (Ingi-
björg Símonardóttir o.fl., 1995). Ekki verður fjallað um þær niðurstöður í þessari
grein.
Börnunum var fylgt eftir upp í 2. bekk grunnskóla. Við lok 1. bekkjar var lögð fyrir
þau lestrarkönnunin Les I og við lok 2. bekkjar Les II. Enn fremur var málþroskapróf-
ið TOLD-2P þá lagt fyrir í heild sinni. Sextán sérkennarar í viðkomandi skólum og
tólf talmeinafræðingar sáu um framkvæmd lestrarkannananna og TOLD-2P.
NIÐURSTÖÐUR
Forspárgildi HUÓM-2 um færni í lestri í grunnskóla
Fylgni HLJÓM-2 við árangur í lestri í 1. og 2. bekk er marktæk. í 1. bekk er hún r=0,53
(p<0,001) og í 2. bekk r=0,46 (p< 0,001). Fylgni einstakra þátta við lestrarkannanirnar
Les I og Les II má sjá í töflu 1.11. bekk eru það þættirnir rím, samsett orð og hljóðgrein-
ing sem hafa sterkasta fylgni við Les I en í 2. bekk eru það þættirnir samsett orð, rím
og margræð orð sem hafa sterkustu fylgnina við lestrarkönnunina Les II.
15