Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 68
KÖNNUN Á ORÐAFORÐA í ENSKU
enska texta í námi og starfi ef tekið er mið af kenningum og rannsóknum fræði-
manna?
KENNINGAR UM UMFANG ORÐAFORÐANS
Orðaforði enskrar tungu
Það er við hæfi í þessu samhengi að fjalla nokkuð um enskan orðaforða sem er mik-
ill að vöxtum ef við berum hann saman við orðaforða annarra vestrænna tungumála.
Það má meðal annars rekja til þess að ensk tunga hefur í gegnum tíðina orðið fyrir
áhrifum frá mörgum tungumálum og stefnan verið sú að taka upp orð úr öðrum
tungumálum, oft óbreytt eða með því að aðlaga þau málkerfinu sem fyrir er. Meiri-
hluti enskra tökuorða er úr frönsku og auk þess er fjöldi tökuorða úr latínu og grísku.
Þegar tíðni enskra orða er skoðuð með tilliti til uppruna kemur í ljós að hlutföllin
eru því sem næst þessi: Um 44% af 1000 algengustu orðunum í ensku eru af grískum
eða latneskum uppruna, um 60% af 2000 algengustu orðunum og um 66% af orða-
forðanum eftir það (Nation, 1990). Það eru einkum fræðiorð og þau sem ég kýs að
kalla þverfagleg orð (sub-technical words) sem eru af grískum og latneskum upp-
runa svo og mörg sjaldgæf orð en daglegur orðaforði er að stærstum hluta af hinum
engilsaxneska stofni. Þegar um lestur er að ræða, einkum lestur fræðitexta, skiptir
miklu máli að hafa vald á þverfaglega orðaforðanum og verður vikið að honum síðar.
í háskólanámi kemur til viðbótar sérstakur orðaforði hvers fræðasviðs fyrir sig sem
ætla má að skýri sig sjálfur í fyrirlestrum og umræðum og stendur venjulega ekki í
nemendum að skilja þegar út í háskólanám er komið.
Þegar kemur að því að ákvarða fjölda orða í ensku máli ber mikið á milli, einkum
þar sem ekki er alls staðar notuð sama mælieining. David Crystal (1995) nefnir eina
milljón uppflettiorða og þar til viðbótar kemur fjöldi vísinda- og tækniorða. Aðrir
hafa miðað við hærri tölu. The Oxford English Dictionary taldi yfir 500.000 uppflettiorð
árið 1992. Eins og gefur að skilja er þarna mikill fjöldi orða sem ekki er lengur í
notkun og síðan 1992 má einnig gera ráð fyrir að mörg orð hafi bæst við. Goulden,
Nation og Read (1990) orðtóku eina af stærstu orðabókum heims, Webster's Third New
Intemational Dictionary. Niðurstaðan var rúmlega 110.000 orðafjölskyldur.
Hugtakið orðafjölskylda er mikið notað í rannsóknum á umfangi orðaforða. Það er
skilgreint sem grunnorð ásamt beygingarmyndum þess og merkingarlega afleiddum
myndum (fortune, fortunate, unfortunate, misfortune). Eiginnöfn og sérnöfn eru ekki
með í slíkri talningu og ekki kerfisorð (at, beyond, then, but, they). í hverri orðafjöl-
skyldu geta verið mörg einstök orð og er það misjafnt hvað mörg orð tilheyra hverri
orðafjölskyldu. Ljóst er því að hinn eiginlegi fjöldi uppflettiorða í orðabók Websters
er mikill.
Orðaforði innfæddra
Fræðimönnum hefur reynst erfitt að komast að ótvíræðri niðurstöðu um umfang
orðaforða þeirra sem hafa ensku að móðurmáli. Þeir hafa í gegnum tíðina komist að
mjög ólíkum niðurstöðum og orsakirnar telur Nation (1993) vera þær að þessar rann-
66