Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 83

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 83
KRISTIN UNNSTEINSDOTTIR in meðfædd og sambærileg í öllum mönnum. Hún er samsett úr frummótum (erkitýpum) sem tengjast eðlishneigðum mannsins og formgera reynslu hans og atferli. Þar sem frummótið tekur ekki á sig áþreifanlega mynd fyrr en ljós meðvitund- arinnar hefur fallið á það og fyllt það af einstaklingsbundnu efni má segja að form- gerðareiginleiki frummótsins sé sammannlegur en birtingarmyndir frummótsins séu háðar einstaklingsbundnum og félagslegum þáttum. Sámverkan dulvitundar og meðvitundar á sér stað í því sem Jung kallar einsöm- un (individuation) sem er mikilvægur þáttur í viðleitni mannsins til að þróa sjálfs- mynd sína. Einsömun felst í því að útvíkka vitundina með því að taka meðvitað við og tákngera skilaboð frummóta sameiginlegu dulvitundarinnar (sjá nánar hér á eftir). Jung (1970:449) skilgreindi meðfædda, ómeðvitaða mótunartilhneigingu frummót- anna út frá birtingarmyndum í draumum, hugarflugi og ofskynjunum einstaklinga og bar þær saman við sambærilegar, síendurteknar birtingarmyndir í ævintýrum og goðsögnum. „ÉG TRÚI NOKKURN VEGINN Á ÁLFA, NOKKURN VEGINN SVONA" Snúum okkur nú að vettvangsrannsókninni og kynnumst örlítið einu barnanna, Nirði sem fyrr var nefndur. Njörður er heillandi drengur með góða kímnigáfu. Hann er oft órór og að eigin sögn leiðist honum skólinn, einkum að lesa og reikna. í viðtöl- unum sem ég tók við hann var hann opinskár og einlægur og hann reyndist búa yfir góðri frásagnargáfu. Undir nokkuð hörðum skrápi leynist viðkvæmur drengur. Hann lýsir sjálfum sér með þessum orðum: „Ég er léttgeggjaður. Tökum dæmi: Ég fer bara án þess að hugsa. Ég fer á fullri ferð yfir hól á hjóli og veit ekki hvað er hinu- rnegin en fer samt. Ég er óþekkur við mömmu. Ég bý marga hluti til. Ég segi hluti sem ég á ekki að segja. Ég er vitleysingur í skólanum en er ekki svoleiðis heima. Ég veit ekki af hverju. Mér finnst betra að tala við mömmu." Ahrif óbeinnar hugsunar (fantasy) virtist áberandi þegar umræðan hjá börnunum snerist um tröll, álfa og önnur yfirnáttúruleg fyrirbæri. Þessara áhrifa gætti á lýsandi hátt í hugmyndum Njarðar um álfa. Að eigin sögn er hann oft kvíðinn og álfar og aðrar dularfullar verur eru í hans augum ógnarlegar og vekja margar spurningar. Njörður: K: Njörður: K: Njörður: K: Njörður: K: Ég trúi nokkurn veginn á álfa, nokkurn veginn svona. Hefurðu einhvern tímann séð álf? Mér sýnist það oft en það eru bara einhverjar sjónhverfingar. Heldurðu það? Eitthvað sem ég ímynda mér. Sé allt hreyfast í kringum mig, svona pínu- litla löpp eða eitthvað svoleiðis. Stundum sé ég út í glugganum álfa, ég veit ekki hvort það er í alvörunni eða neitt svoleiðis. Finnst þér spennandi að hugsa þér að það séu til álfar? Stundum þegar ég er uppi skógi, sko það er sko eitthvað að ske þar. Nú? 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.