Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 84
SKAPANDI HUGSUN OG ÆVINTÝRAGERÐ
Njörður:
K:
Njörður:
K:
Njörður:
K:
Njörður:
K:
Njörður:
K:
Njörður:
Þú veist, fyrst þá sá ég eitthvað, það var í alvörunni, ég flýtti mér bara heim
ég var svo hræddur. Eins og eitthvað svart, eins og górilla eða eitthvað
skrímsli. Eitthvað í brúnum loðfeldi að dansa eða eitthvað.
I skóginum við vatnið?
Já, hinumegin við. Þá flýtti ég mér bara heim. [...] Maður getur orðið svo-
lítið hræddur stundum þar. Skeður svo margt skrýtið þar. [...] Eg fann einu
sinni einhverja svona - þá hætti ég eiginlega bara að fara inn í skóginn, það
var einhver svona hasspípa eða eitthvað, þá drullaði ég mér bara í burtu og
hætti eiginlega að fara þarna. Bara þar sem flest fólk er, þar er ég.
Það er rétt hjá þér, Njörður minn, krakkar eiga að passa sig á að vera ekki
að þvælast þar sem þeir geta verið í hættu.
Já, ég veit, en ég labba stundum hinumegin við vatnið og upp á heiði.
Þarna hinumegin þar er margt sem er svona skrýtið og það var sagt að það
sem skeði uppi á heiði það var bara þokkalega mikil þoka. Þar eru alltaf
einhverjir svona steinar og vörður, sögur um hvað gerist ef þú bætir steini
við eða tekur einn úr - þá er maður svona hálfhræddur við það.
Heldurðu kannski að þessir álfar búi í steinum? Stórum steinum eða
björgum?
Nei, ég held þeir búi í svona holum eða svoleiðis ofan í jörðinni, svona eins
og hellum.
Þér finnst þeir ekki vera eins ógnvekjandi og tröll?
Nei, en ég yrði sko hræddur ef ég sæi einhverja gamaldags konu hverfa
beint fyrir framan nefið á mér.
Sem hyrfi?
Hverfur hægt og hægt. Ég mundi ekki treysta því að gera það sem það seg-
ir, að það sé eitthvað gott.
Óttinn við hinn dularfulla og stundum hættulega heim hinna fullorðnu, sem getur
jafnvel reynst varða við lög eins og hasspípan bendir til, tekur á sig mynd í huga tíu
ára gamals drengs og birtist sem lítt traustvekjandi heimur dularfullra fyrirbæra.
Geðshræringar streyma fram og mæta hinum meðvitaða huga og reynslu hans og eru
gefnar í skyn á táknrænan hátt. Ótti Njarðar tekur á sig mynd í álfum, ófreskjum, gór-
illum og gömlum, varhugaverðum konum af yfirskilvitlegum toga.
Jung (Hobson 2000:14, 102) lýsir þremur stigum í þróun hugarflugs; óvirku hug-
arflugi (passive fantasy), virku hugarflugi (active fantasy) og ímyndunarstarfsemi
(imaginative activity). I óvirku hugarflugi birtist mynd í meðvitundinni án virkrar
þátttöku einstaklingsins eins og í draumi; í virku hugarflugi er vilji fyrir hendi til að
leyfa myndum að koma í ljós og í ímyndunarstarfsemi kallar einstaklingurinn fram
myndir á sjálfsprottinn og skapandi hátt. Hobson bendir á að ímyndunarstarfsemi
geti þróast yfir í það sem Jung kallar skapandi ímyndun (creative imagination) sem
má líkja við samtal einstaklingsins við persónugerðar hugarflugsmyndir. Hjá Nirði er
að því er virðist fyrst og fremst um að ræða virkt hugarflug.
Niðurstöður rannsóknar minnar benda til að óbein hugsun eða hugarflug sé áber-
andi í viðbrögðum barnanna við sígildu ævintýrunum og í þeirra eigin ævintýragerð.
82