Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 88
SKAPANDI HUGSUN OG Æ.VINTÝRAGERÐ
kynsins eru óhjákvæmilega ógnvekjandi. Að mati Jungs (Singer 1995:185) eru anima
og animus þeir hlutar dulvitundarinnar sem er erfiðast að „kynnast", viðurkenna og
fella inn í meðvitaða heild í einsömunarferlinu." I ]ón og drengirnir fjórir birtist þetta
mynstur. Hér hafa verið borin kennsl á neikvæða animu og hún aðgreind frá dulvit-
undinni en það er forsenda þess að jákvæðari anima geti komið í ljós. A meðan beðið
er eftir að jákvæðari anima mótist er það ekki slæm lausn, eins og hér hefur verið
valin til styrktar egóinu, að taka til sín velviljaða eða að minnsta kosti hættulausa
mynd af föðurfrummóti.
ÆVINTÝRI SAMIÐ OG MÆLT AF MUNNI FRAM
í seinni hluta vettvangsrannsóknar minnar tókst mér að telja tvö börn á að segja mér
ævintýri án þess að þau settu nokkuð á blað áður en að frásögninni kæmi. Annað
þessara barna var Njörður og ég kalla ævintýrið hans Þéttu þokuna. Eins og sést á
eftirfarandi samtali okkar sem fór fram áður en sagan varð til, var Njörður í upphafi
mjög tregur til að takast þetta verkefni á hendur.
K:
Njörður:
K:
Njörður:
K:
Njörður:
K:
Njörður:
K:
Njörður:
K:
Njörður:
K:
Njörður:
K:
Njörður:
K:
Heldurðu að þú gætir sagt mér sögu?
Núna?
Já.
Ég kann enga sögu.
Þú gætir búið til sögu með söguhetju sem væri strákur ekki ólíkur þér.
Nei, ég held ekki, það er svo erfitt.
Ég veit. En í stað þess að skrifa sögu, og ég veit að þú ert ekki mikið fyrir
það, gætir þú sagt mér sögu.
(flautar) Mér finnst svo skrýtið að saga um tröll sem getur galdrað er kallað
ævintýri og það er líka kallað ævintýri þegar maður er að keyra í snjó og
svo kemur brjálað veður.
Já, það er rétt, það er ruglingslegt að sama orðið skuli vera notað um tvö
mismunandi fyrirbæri. Ævintýri sem við höfum verið að fást við að undan-
förnu eru sögur þar sem ótrúlegir og óraunverulegir atburðir geta gerst.
[...] Ef þú hugsar þig svolítið um.
Ég veit ekki.
Manstu eftir ævintýrinu sem þú bjóst til í fyrra um Jón og drengina fjóra?
Nei.
Manstu það ekki?
Ég man að ég bjó til sögu en ég man ekki um hvað. Var það um vondu
stjúpuna?
Já. Það var mjög fínt ævintýri. Manstu ekki að hann hitti pabba sinn aftur
að lokum?
Já.
Þú gætir notað hugmyndir úr öðrum ævintýrum. Ég veit að þú þekkir fullt
af ævintýrum. Eða búið til sögu um eitthvað sem hefur hent þig. Hvaða
mynd kemur upp í huga þinn?
86