Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 100
HVERT
SOGUÞEKKING
SÓTT?
að aðrir hópar sem kunna að vera í lægri kantinum geta leynst á bak við meðaltöl í
útreikningum þessarar greinar. En miðað við þá sem Islendingar vilja helst bera sig
saman við, Skandinava annars vegar og Vestur-Evrópubúa hins vegar, sömuleiðis
miðað við meðaltal þeirra sem við eigum kannski meiri von á að líkjast, nýríkin
fjögur, og miðað við heildarmeðaltal úr allri könnuninni, erum við örlítið fyrir neðan.
En aðeins örlítið. Munurinn er ekki meiri en svo að í rúmum 70% tilfellanna hafa
íslendingar raðað rétt, en þeir sem hér gera best, V-Evrópumenn, raða rétt í tæplega
75% tilfella og meðaltalið í nálægt 72,5% tilfella. Munurinn er varla einu sinni mark-
tækur tölfræðilega, sem skiptir þó ekki mestu máli hér, þar sem spurningarnar geta
aldrei átt nákvæmlega eins vel við þátttakendur frá öllum þátttökuþjóðum. Munur-
inn er því engan veginn markverður í því samhengi sem hér er til umræðu. Allir hóp-
arnir fá raunar furðusvipaða einkunn.
íslendingar reynast semsé engin sérstök söguþjóð, þegar spurt er eins og hér er
gert, en þeir eru ekki áberandi vankunnandi um sögu heldur. Þetta er að mínu mati
einhver mikilvægasta niðurstaða könnunarinnar fyrir íslendinga.
Svolítið slakan árangur íslensku unglinganna má líka skýra með því að þeir voru
talsvert yngri að meðaltali en þátttakendur frá öðrum löndum. Um aldur var spurt í
heilum árum og íslendingar reiknuðust 14,25 ára að meðaltali, sem merkir að um það
bil þrír fjórðu hlutar þeirra hafa sagst vera 14 ára en fjórðungur fimmtán ára, ef
enginn var eldri eða yngri. Heildarmeðaltalið var 15,03 ár en Skandinavahóparnir
voru allir yfir 15,20 ára, um heilu ári eldri en Islendingar. Með öðrum orðum sagt: þar
var könnunin alls staðar lögð fyrir í tíunda bekk (ef bekkir eru taldir á sama hátt og
á Islandi), en hjá okkur í þeim níunda. Aðeins einn þjóðarhópur var yngri en íslend-
ingar, Pólverjar sem voru 14,17 ára, en Skotar voru litlu eldri, 14,27 ára (Angvik og
Borries, 1997: B, 84). Annars staðar hafa verið færð að því rök, sem hefur ekki verið
mótmælt, að við Islendingar höfum fylgt þeim reglum sem voru settar fyrirfram um
aldur þátttakenda, en flestir aðrir hafi brotið þær (Angvik og Nielsen, 1999:198; Bragi
Guðmundsson og Gunnar Karlsson, 1999: 19-21).3
SAMANBURÐUR Á ÞEKKINGU OG KENNSLU
Hér á landi var könnunin gerð í níunda bekk, næstefsta bekk grunnskólans, í flestum
skólum fyrir upphaf kennaraverkfalls sem hófst um miðjan febrúar (Bragi Guð-
mundsson og Gunnar Karlsson, 1999:17). A þessum árum var algengt að láta lesa á
þessu námsári mannkynssögubókina Samferða um söguna eftir Bengt Áke Háger.
3 Skýring mín á þessum aldursmun er sú að flestir stjórnendur könnunarinnar hafi verið svolítið
smeykir um að eigin landar stæðu sig kannski ekki og því hafi flestir aðrir en við sakleysingjarn-
ir svindlað svolítið á aldursfyrirmælunum. Því til stuðnings get ég nefnt að meðal hinna þjóðanna
sem hafa áberandi unga þátttakendur var könnuninni stýrt af útlendingum; í Póllandi var hún
skipulögð frá Hamborg í Þýskalandi (sem kemur ekki fram í skýrslu um könnunina en ég man að
kom fram á fundi), og í Skotlandi var henni stýrt frá London (Angvik og Borries, 1997:A, 26). I
skýrslu um rannsóknina er gefin skrýtin og líklega eitthvað afbökuð skýring á ungum aldri ís-
lensku og skosku hópanna (Angvik og Borries, 1997:A, 33): „Apparently, in Iceland and Scotland,
pupils are sent to school at an earlier age than in Israel and the Czech Republic."
98