Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 100

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 100
HVERT SOGUÞEKKING SÓTT? að aðrir hópar sem kunna að vera í lægri kantinum geta leynst á bak við meðaltöl í útreikningum þessarar greinar. En miðað við þá sem Islendingar vilja helst bera sig saman við, Skandinava annars vegar og Vestur-Evrópubúa hins vegar, sömuleiðis miðað við meðaltal þeirra sem við eigum kannski meiri von á að líkjast, nýríkin fjögur, og miðað við heildarmeðaltal úr allri könnuninni, erum við örlítið fyrir neðan. En aðeins örlítið. Munurinn er ekki meiri en svo að í rúmum 70% tilfellanna hafa íslendingar raðað rétt, en þeir sem hér gera best, V-Evrópumenn, raða rétt í tæplega 75% tilfella og meðaltalið í nálægt 72,5% tilfella. Munurinn er varla einu sinni mark- tækur tölfræðilega, sem skiptir þó ekki mestu máli hér, þar sem spurningarnar geta aldrei átt nákvæmlega eins vel við þátttakendur frá öllum þátttökuþjóðum. Munur- inn er því engan veginn markverður í því samhengi sem hér er til umræðu. Allir hóp- arnir fá raunar furðusvipaða einkunn. íslendingar reynast semsé engin sérstök söguþjóð, þegar spurt er eins og hér er gert, en þeir eru ekki áberandi vankunnandi um sögu heldur. Þetta er að mínu mati einhver mikilvægasta niðurstaða könnunarinnar fyrir íslendinga. Svolítið slakan árangur íslensku unglinganna má líka skýra með því að þeir voru talsvert yngri að meðaltali en þátttakendur frá öðrum löndum. Um aldur var spurt í heilum árum og íslendingar reiknuðust 14,25 ára að meðaltali, sem merkir að um það bil þrír fjórðu hlutar þeirra hafa sagst vera 14 ára en fjórðungur fimmtán ára, ef enginn var eldri eða yngri. Heildarmeðaltalið var 15,03 ár en Skandinavahóparnir voru allir yfir 15,20 ára, um heilu ári eldri en Islendingar. Með öðrum orðum sagt: þar var könnunin alls staðar lögð fyrir í tíunda bekk (ef bekkir eru taldir á sama hátt og á Islandi), en hjá okkur í þeim níunda. Aðeins einn þjóðarhópur var yngri en íslend- ingar, Pólverjar sem voru 14,17 ára, en Skotar voru litlu eldri, 14,27 ára (Angvik og Borries, 1997: B, 84). Annars staðar hafa verið færð að því rök, sem hefur ekki verið mótmælt, að við Islendingar höfum fylgt þeim reglum sem voru settar fyrirfram um aldur þátttakenda, en flestir aðrir hafi brotið þær (Angvik og Nielsen, 1999:198; Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson, 1999: 19-21).3 SAMANBURÐUR Á ÞEKKINGU OG KENNSLU Hér á landi var könnunin gerð í níunda bekk, næstefsta bekk grunnskólans, í flestum skólum fyrir upphaf kennaraverkfalls sem hófst um miðjan febrúar (Bragi Guð- mundsson og Gunnar Karlsson, 1999:17). A þessum árum var algengt að láta lesa á þessu námsári mannkynssögubókina Samferða um söguna eftir Bengt Áke Háger. 3 Skýring mín á þessum aldursmun er sú að flestir stjórnendur könnunarinnar hafi verið svolítið smeykir um að eigin landar stæðu sig kannski ekki og því hafi flestir aðrir en við sakleysingjarn- ir svindlað svolítið á aldursfyrirmælunum. Því til stuðnings get ég nefnt að meðal hinna þjóðanna sem hafa áberandi unga þátttakendur var könnuninni stýrt af útlendingum; í Póllandi var hún skipulögð frá Hamborg í Þýskalandi (sem kemur ekki fram í skýrslu um könnunina en ég man að kom fram á fundi), og í Skotlandi var henni stýrt frá London (Angvik og Borries, 1997:A, 26). I skýrslu um rannsóknina er gefin skrýtin og líklega eitthvað afbökuð skýring á ungum aldri ís- lensku og skosku hópanna (Angvik og Borries, 1997:A, 33): „Apparently, in Iceland and Scotland, pupils are sent to school at an earlier age than in Israel and the Czech Republic." 98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.