Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 101
GUNNAR KARLSSON
Bragi Guðmundsson gerði raunar sérstaka könnun á þessu í íslenskum skólum vet-
urinn 1995-96 og þá var þessi bók notuð í öllum skólum sem svöruðu könnun hans.
Um þetta segir Bragi (1999:18): „Algengast Var að þeir skólar sem skylduðu alla nem-
endur sína til að lesa hið sama úr bókinni færu í tvo meginhluta af þremur, þ.e. ann-
ars vegar um fornöldina og hins vegar Evrópu og umheiminn frá 18. öld til aðstæðna
í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld." - Miðaldasaga er ekki talin með hér af því að
hún er a'ðeins þriggja blaðsíðna löng í bókinni og stendur sem upphafskafli síðari
meginhlutans sem Bragi nefnir (Háger, 1987:70-72). - Þar sem þannig hefur verið far-
ið að hlýtur að hafa verið mikið um að nemendur hefðu aldrei lært neina mannkyns-
sögu nýaldar þegar söguvitundarkönnunin var lögð fyrir þá í janúar eða fyrri hluta
febrúar 1995. Þetta má líka lesa út úr svörum kennaranna. Þeir voru spurðir (Bragi
Guðmundsson og Gunnar Karlsson, 1999: 314):
Hversu ítarlega hefur þú (eða annar sögukennari) kennt þessum bekk eftirfarandi
efni síðustu tvö árin? ekkert íitið nokkuð ítarlega mjög ítarlega
a. Miðaldir . □ □ □ □ □
b. Nýlendutímabilið (fram að fyrri heimsstyrjöldinni). . . . □ □ □ □ □
c. Iðnbyltinguna . n □ □ □ □
d. Adolf Hitler og síðari heimsstyrjöldina . □ □ □ □ □
e. Breytingamar í Austur-Evrópu síðan 1985.. . . . □ □ □ □ □
Hér voru gefnir fimm svarmöguleikar og reiknað út úr svörunum eftir svokölluðum
Likert-kvarða, þannig að „ekkert" gefur 1 stig en „mjög ítarlega" gefur 5. Þessi stig
eru öll lögð saman og deilt með fjölda svarenda. Ef allir 47 íslensku kennararnir hefðu
svarað „nokkuð" gæfi það:
3 x 47 = 141 : 47 = 3
En ef 23 hefðu svarað „ekkert", aðrir 23 „mjög ítarlega", en einn ekki svarað, leiddi
það til sömu niðurstöðu:
(1 x 23 = 23) + (5 x 23 = 115) = 138 : 46 = 3
Tafla 2
Svör kennara um kennslu í sögu síðustu tvö ár áður en könnunin var gerð
ísland Skandinavía Fjögur nýríki Þrjú V- Heildar- Evrópuríki meðaltal
a. Miðaldir 2,33 1,93 1,95 1,79 2,47
b. Nýlendutímabilið 1,84 2,98 3,07 2,09 2,75
c. Iðnbyltingin 1,91 3,14 3,18 3,09 2,88
d. Hitler og síðari heimsstyrjöld 1,41 3,76 3,11 3,54 2,70
e. Breytingar í A-Evrópu síðan 1985 1,33 2,69 2,54 2,02 2,13
Hcimild: Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson, 1999: 247-248.
99