Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 113
GUNNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR
vöðva í fótum og handleggjum og hvernig þeir vinna. Kennarinn ákvað að nota
heimaverkefnið sem kveikju að áframhaldandi vinnu í skólanum og vann áfram með
nemendum mjög fjölbreytt verkefni um aðra vöðva líkamans; var greinilegt að nem-
endur höfðu bæði gagn og gaman af.
Nemendur
Bömin átta sem talað var við voru öll mjög jákvæð gagnvart þeim verkefnum sem
þau höfðu unnið. Þeim fannst öllum verkefnin vera frekar auðveld í framkvæmd en
það var greinilegt að sum verkefnin höfðuðu meira til þeirra en önnur. Að minnsta
kosti mundu þau betur eftir sumum en öðrum og átti það ekkert endilega við það
verkefni sem þau voru nýbúin að fást við. Öll börnin sögðu að verkefnin hefðu tekið
skemmri tíma en klukkustund og þau sögðu að það hefði verið auðvelt að finna til
það efni sem þurfti. Flest þeirra sögðust ekki hafa þurft mikla hjálp. Aðeins eitt barn,
stúlka í 3. bekk, sagði að þó henni fyndist verkefnin skemmtileg og líka mjög mikil-
væg þá þætti henni meira gaman að ljóðum og að teikna. Einn nemandi, strákur í 4.
bekk, sagði að honum fyndist gott að skrifa niður það sem hann gerði „því þá man
maður það ef maður gerir þetta aftur. Maður veit þetta þá í framtíðinni."
Hér eru dæmi úr viðtali við níu ára dreng í 4. bekk um verkefnin Flösku-
bátur (í verkefninu eiga nemendur að búa til „árabát" með því að nota
plastflösku, teygju og blýanta) og Kemst Ijósið í gegn? (þar eiga nemend-
ur að búa til laufblöð og fleira úr álpappír og öðrum efnum, láta fljóta á
vatni og athuga hvort hægt er að lýsa í gegnum efnið og sjá hvort það
myndast skuggi).
Nemandi:
Spyrill:
Nemandi:
Spyrill:
Nemandi:
Spyrill:
Nemandi:
Spyrill:
Nemandi:
Spyrill:
Nemandi:
„Ég man mest eftir verkefninu um flöskubát, það var svo
auðvelt." Ég prófaði bæði blýant og kúlupenna. Kúlu-
pennarnir voru betri af því að þeir voru þykkri og svo
voru þeir með svona stykki sem er á lokinu á þeim sem
hjálpar þeim að komast betur áfram í vatni."
„Hvar gerðirðu tilraunina?"
„Ég gerði hana í baðkarinu heima hjá mér."
„Notaðirðu brúsa eða gosflösku?"
„Ég notaði 2ja lítra fanta flösku og hálfs lítra flösku."
„Hvort kom betur út?"
„Hálfs lítra flaskan því hún er aðeins léttari eða það held
ég, sko. Hún tekur líka minna pláss og fer hraðar."
„Varstu með góða teygju?"
„Já, hárteygju af systur minni og það virkaði mjög vel."
„Hvernig gekk að finna efnið í flöskubátinn?"
„Mamma rétti mér bara tvo lélega kúlupenna og tvo blý-
anta."
111