Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 123
JÓNÍNA SÆMUNDSDÓTTIR
skyldur við meiri vanda að stríða á ýmsum sviðum. Foreldrunum (þá er einkum átt
við mæður) líður verr í foreldrahlutverkinu, upplifa meiri streitu og efast meira um
getu sína sem uppalenda auk þess sem samskipti mæðra og barna eru neikvæðari.
Ofan á þetta bætist verra samkomulag milli foreldra og minni stuðningur frá ættingj-
um. Geðræn vandamál af ýmsum toga eru einnig algengari í fjölskyldum ofvirkra
barna. Rannsóknir hafa jafnframt bent sterklega til að ofvirkni sé arfgeng röskun sem
þýðir að ekki er óalgengt að fleiri en einn meðlimur í sömu fjölskyldu eigi við of-
virkni að stríða.
Hechtman (1996) gerði úttekt á fjölda rannsókna á fjölskyldum ofvirkra barna. Þar
kemur fram að samanborið við fjölskyldur barna sem ekki eru ofvirk er meira um
vandamál í fjölskyldum ofvirkra barna. Auk lakari geðheilsu eru erfiðleikar í sam-
skiptum foreldra innbyrðis og þyngsli í andrúmslofti á heimilinu. Samskipti foreldra
og barna eru neikvæðari og foreldrar beita frekar þvingandi uppeldisaðferðum. Sam-
kvæmt Cunningham, Benness og Siegel (1988) hafa foreldrar ofvirkra barna auk
þessa minni samgang við stórfjölskyldu og telja sig síður fá hjálp frá henni.
Rannsókn Mashs og Johnstons frá 1983 er með fyrstu rannsóknum sem beindust
að foreldrum ofvirkra barna. Samkvæmt rannsókninni höfðu foreldrar ofvirkra barna
minna sjálfstraust en foreldrar barna sem voru ekki ofvirk. Hjá þeim kom fram meiri
streita og þeir sáu meira af vandamálum hjá börnum sínum. Foreldrarnir höfðu bæði
minni trú á sjálfum sér sem foreldrum og virtust fá minni ánægju út úr foreldrahlut-
verkinu. Eftir því sem foreldrarnir lýstu meiri vandkvæðum hjá börnunum því
minna var sjálfstraust þeirra. Mæður ofvirku barnanna létu meiri streitu í ljósi en
mæður í viðmiðunarhópi og virtust einkenni barnanna vera meginuppspretta
streitunnar. Voru það einkum mæður yngri barna sem létu vanlíðan í ljósi (Mash og
Johnston, 1983).
Samkvæmt niðurstöðum Breens og Barkleys (1988) tengist streita foreldranna
bæði þunglyndi hjá móður og eins því hversu alvarleg einkenni barnsins eru. A hið
síðarnefnda við um þætti sem birtast í ytri einkennum, s.s. árásargirni, hegðunar-
vandkvæðum og ofvirkni.
Breen og Barkley (1988) benda á að þótt greinileg tengsl virðist vera milli hegð-
unarörðugleika hjá börnum og andlegrar vanlíðanar hjá foreldrum séu orsakatengsl
ekki ljós; líklega séu tengslin á milli vanlíðanar (þunglyndis) foreldra, erfiðleika í
hjónabandi og hvernig foreldrar upplifa einkenni barnanna flókin og margræð.
Rannsóknir á fjölskyldum ofvirkra barna sýna einnig fram á meiri erfiðleika í
hjónaböndum foreldra þeirra. Því virðist ljóst að samskipti foreldra og barna eru
erfiðari í fjölskyldum ofvirkra barna, foreldrahlutverkið er mun erfiðara og meiri
vanlíðanar og ósamkomulags gætir en í fjölskyldum annarra barna.
Samkvæmt rannsókn Befera og Barkleys (1985) reyndust mæður ofvirkra barna
þunglyndari og óánægðari í hjónabandi en mæður annarra barna.
Mæður ofvirkra barna eru auk þess meira en þrisvar sinnum líklegri en mæður
barna sem eru ekki ofvirk til að hafa skilið við feður barnanna. Benda rannsóknir til
að atferli barnsins sé orsök en ekki afleiðing þessa (Fischer, 1990).
Geðræn vandamál eru algengari hjá foreldrum ofvirkra barna en foreldrum barna
121