Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 136
LÍÐAN FORELDRA OFVIRKRA BARNA OG REYNSLA ÞEIRRA A F SKÓLANUM
liggi að baki flestum kvarðanna. f erlendu rannsóknunum er enn fremur nokkuð um
að foreldrar ofvirkra barna séu bornir saman við viðmiðunarhópa en því er ekki til
að dreifa í þessari rannsókn.
Þátttakendur/úrtak er einnig þáttur sem takmarkar rannsóknina. Rannsóknin nær
í fyrsta lagi eingöngu til foreldra sem eru meðlimir í Foreldrafélagi misþroska barna
og er því ekki vitað hvernig foreldrar ofvirkra barna, sem ekki eru félagar í FFMB,
myndu svara. í öðru lagi má benda á að í foreldrafélaginu eru ekki eingöngu foreldr-
ar ofvirkra barna heldur einnig foreldrar barna með annars konar raskanir. Foreldra-
félagið heldur ekki skrá yfir greiningu barna meðlima og því var ekki hægt að senda
spurningalista eingöngu til þeirra foreldra í félaginu sem eiga ofvirk börn. í kynn-
ingarbréfi og á spurningalista voru skýrar upplýsingar um að tilgangur könnunar-
innar sé að meta stöðu foreldra ofvirkra barna. Það er þó ekki hægt að fullyrða að ein-
göngu foreldrar ofvirkra barna hafi svarað listanum. Reyndar tóku nokkrir for-
eldranna fram að meginvandi barna þeirra lægi í annars konar röskun en ofvirkni,
s. s. Tourette heilkenni og misþroska.
Að lokum ber að taka fram að langflestir þeirra sem svöruðu spurningalistanum
(98% þeirra sem veittu upplýsingar um hvort foreldrið hafði svarað) voru mæður of-
virkra barna og af þeim fjórum foreldrum sem viðtöl voru tekin við voru þrjár
mæður. Niðurstöður rannsóknarinnar eru því að langmestu leyti byggðar á upplýs-
ingum frá mæðrum ofvirkra barna og því er álitamál að hve miklu leyti má yfirfæra
niðurstöðurnar yfir á líðan feðra.
Umræður um niðurstöður
Það sem fyrst og fremst virðist einkenna líðan foreldranna er álag og streita. Ef athug-
uð eru svör foreldranna við spurningum sem mæla streitu og álag eru um eða yfir
80% þeirra frekar eða mjög sammála öllum þeim staðhæfingum sem ætlað er að meta
streitu og álag. Viðtölin sýna einnig að foreldrar ofvirkra barna búa við mikið álag í
foreldrahlutverkinu.
Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna á fjölskyld-
um ofvirkra barna eins og fram kemur í fræðilegum hluta. Samkvæmt erlendum
rannsóknum upplifa foreldrar ofvirkra barna talsverða streitu í foreldrahlutverkinu
(sjá t.d. Mash og Johnston, 1983; Breen og Barkley, 1988; Fischer, 1990). Streita og álag
einkenna einnig líðan foreldra fatlaðra og langveikra barna hér á landi eins og
íslenskar rannsóknir hafa sýnt (sjá Hulda S. Guðmundsdóttir 2001; Rannveig
Traustadóttir 1995; Auður Kristinsdóttir 1999; Eyrún ísfold Gísladóttir 2000b). Það
virðist því ljóst að uppeldi ofvirkra barna hefur í för með sér mikið álag og eiga for-
eldrar slíkra barna þá reynslu sameiginlega með foreldrum barna með annars konar
sérþarfir.
Foreldrarnir hafa einnig miklar áhyggjur af þáttum sem tengjast barninu. Þeir hafa
áhyggjur af hvernig því gengur í skóla, af umönnun og umgengni við barnið heima
fyrir og hvernig barninu vegnar félagslega. Foreldrar ofvirkra barna segjast einnig
hafa áhyggjur af framtíð barna sinna (90% sammála eða mjög sammála) en áhyggjur
af þeim þætti eiga foreldrar ofvirkra barna sameiginlegar með foreldrum fatlaðra
134