Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 145
KRISTÍN KARLSDÓTTIR
eða „interpersonal competence") og félagslegum athöfnum („interpersonal action" eða
„interpersonal performance"). Með því að skoða félagslegar athafnir eða hegðun
barna er samskiptahæfni (interpersonal understanding) þeirra metin.
Selman og félagar skilgreindu (1990:22-24) tvö svið samskiptahæfni (interpersonal
understanding) barna sem endurspegla hegðun þeirra. Annars vegar er um að ræða
samningaviðræður (negotiation strategies) þar sem metið er hve vel barnið skapar
samstöðu og greinir sjálft sig frá öðrum. Hins vegar er um að ræða hve vel barninu
tekst að skapa nánd og deila reynslu (shared experience) með öðrum með því að
tengjast þeim og skilja sjónarmið þeirra. Búinn var til kvarði með flokkum hegðunar
en flokkarnir skiptust milli fjögurra stiga samskiptahæfni eins og sjá má á mynd 1.
Mynd 1
Stig samskiptahæfni samkvæmt Selman
Samskiptaskilningur Samskiptahæfni
- Hugsun - - Hegðun -
7 X
Sjálfhverfa
Einhliða sjónarhorn
Tvihliða sjónarhorn
Gagnkvæmni
Samningaviðræður
Stig 0
Stig 1
Stig 2
Stig 3
Að deila reynslu
Stig 0
Stig 1
Stig 2
Stig 3
Kvarðanum er ætlað að meta hæfni barna til að setja sig í spor annarra. Metin er
hæfni þeirra til að aðgreina og samræma sjónarmið þeirra sem hlut eiga að máli
(Selman, 1980). Þessi hæfni er talin grundvallaratriði í samskiptum og þróast hún
smám saman. Greina má fjögur meginstig í þeirri þróun. (Stig 0) sjálfhverfa
(egocentric): engin viðleitni til að tjá sjónarmið þeirra sem eiga hlut að samskiptun-
um; (stig 1) einhliða sjónarhorn (unilateral): sjónarmið annars aðilans er tekið; (stig 2)
tvíhliða sjónarhorn (reciprocal): sjónarmið beggja aðila eru kynnt, en annað sjónarmið-
ið er þó ráðandi; (stig 3) gagnkvæmni (mutuality): sjónarmið beggja aðila eru samhæfð
(Selman og Schultz, 1990:22-29; Sigrún Aðalbjarnardóttir, 1993a:24; Sigrún Aðalbjarn-
ardóttir, 1999). Fimm ára börn sýna að stærstum hluta hegðun á stigi 1, einnig sýna
þau í einhverjum tilvikum hegðun á stigi 0 og stigi 2. Ekki er við því að búast að fram
komi hegðun á stigi 3 þegar fimm ára börn eiga í hlut (DeVries, Reese-Learned og
Morgan, 1991).
Siðferöisuppeldi
Rheta DeVries er bandarískur sálfræðingur sem hefur ásamt samstarfsfólki sínu túlk-
að og þróað hugsmíðahyggju sem er fræðileg kenning byggð á kenningum Piagets.
143