Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 153
KRISTIN KARLSDOTTIR
undir Örn sem svarar því til að ekki þurfi að fara eftir reglunni og vill að spilið haldi
áfram. Hann notar þykjustuleik, segir að þau verði of sein í veisluna. Birta hreyfir
mótmælum en gefur svo eftir og tekur þátt í þykjustuleiknum með Erni.
Mismunandi hegðunarmynstur hjá drengjum og stúlkum
í báðum skólum samanlagt var hegðun sex drengja og 10 stúlkna metin, tvisvar með
níu mánaða millibili. Tölurnar eru því byggðar á fáum einstaklingum og ójöfnu hlut-
falli kynjanna og því varasamt að draga ályktanir er tengjast kynjamismun. Ekki
reyndist marktækur munur á tíðni stiga samskiptaskilnings drengja og stúlkna eftir
skólunum tveimur, hvorki í janúar né september. Við nánari skoðun á hegðun ein-
stakra barna sem tóku þátt í þessari rannsókn má þó greina ólíka tilhneigingu í hegð-
unarmynstri kynjanna. Drengirnir í þessari athugun sýndu allir einhvern tíma að
þeir voru tilbúnir að svindla svo fremi sem enginn gerði athugasemd við það. Slíkt
hegðunarmynstur greindist ekki hjá stúlkunum. Hins vegar gerðu þær athugasemd
við hegðun félaga síns en fylgdu því ekki eftir ef félaginn tók ekki athugasemdina til
greina.
í hegðun drengjanna birtist þetta þannig að drengirnir sex notuðu allir einhvern
tíma þá aðferð að svindla, brjóta reglu eða vera yfirgangssamir, en draga svo í land
aftur (1-Hörfa) ef félaginn mótmælti. Mynstur drengjanna birtist til dæmis í því að
þeir höfðu svindlað (1-Svindl), brotið reglu (O-Reglubrot) eða verið yfirgangssamir
gagnvart félaganum með eigin hag í huga en hættu við að framkvæma aðgerðina eða
drógu hana til baka þegar félaginn gerði athugasemd af einhverju tagi.
í dæmi 3 kemur þetta fram hjá þeim Mána og Sigga.
Dæmi 3
l-Sérumsig
1-Svindl
1-Klaga
1-Hörfa
1-Kastar
1-Kastar
Máni tckur teninginn úr hönd Sigga.
Máni leggur teninginn á borðið og snýr honum þannig að sex kemur upp. Segir:
„Aftur sex".
Siggi horfir á fullorðinn og segir: „Heyrðu, hann setti.
Máni tekur þá teninginn og kastar honum.
Máni telur á teningi og segir: „Fimm".
Máni telur og flytur tröll sitt áfram á reiti.
í þessu dæmi klagar Siggi svindl leikfélaga síns í fullorðinn. Máni tekur athugasemd-
ina til greina, án þess að til afskipta af hálfu fullorðins komi.
Hvað stúlkurnar varðar voru það eingöngu fjórar stúlkur af 10 sem drógu tillögu
eða aðgerð til baka (1-Hörfa), en þá var tilefnið annað. Það var þegar þær höfðu gert
athugasemd við gerðir félaga síns, ýmist í hjálplegum eða gagnrýnum tilgangi, en
gengu ekki eftir því að hann tæki mið af athugasemdinni.
í dæmi 4 kemur þetta fram þegar Árný spilar við Maríu. María lendir með tröll sitt
á sól. Samkvæmt reglum spilsins á sá sem lendir á sól að flytja sig um nokkra reiti aft-
ur á bak í næsta kastala.
151