Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 154
MAT Á SAMSKIPTAHÆFNI FJÖGURRA ÁRA BARNA
Dæmi 4
l-Stjórnar, Arný segir: „Hlaupa aftur í kastalann". Bendir á sólina.
1-Regla
O-Reglubrot María hefst ekkert að, flytur tröll sitt ekki í kastala.
1-Sérumsig, Árný segir: „Ég á". Teygir sig eftir teningi. Gengur ekki eftir því að félaginn
1-Hörfa flytji sitt tröll aftur í kastalann.
I dæmi 4 bendir Arný Maríu á þá reglu að þegar hún lendi á sól eigi hún að fara í
kastalann. María fer ekki eftir því en Árný heldur bara áfram þar sem frá var horfið
og hugar að eigin framgangi í leiknum. Hvort sem við skoðum mynstrið hjá þessum
stúlkum eða drengjunum sjáum við að hegðun þeirra endurspeglar siðferðisþroska á
stigi 1, þ.e. að sjálflægnin er ráðandi.
Hvar eru börnin stödd í samskiptahæfni?
Samskiptahæfni barnanna var að mestu leyti á stigi 1 eða um það bil 85%. Fram kom
svipað hlutfall samskiptahæfni barnanna á stigi 0 og á stigi 2 eða um það bil 7.5% á
hvoru stigi.
I öllum tilvikum flokkast um það bil 85% viðbragða á stigi 1, hvort heldur sem er
í fyrri eða síðari upptöku beggja skóla. Lægsta hlutfall viðbragða á stigi 1 er 71%, en
það hæsta er 100%. Það er því ljóst að langflest viðbrögð allra barnanna flokkast á
stigi 1. Þau sýna með öðrum orðum mjög einhliða samskiptahæfni. Hegðun barnsins
einkennist fyrst og fremst af því að tjá eigin þarfir og langanir en hvorki er sýnilegur
áhugi né geta þess til gagnvirkni í samskiptum. Það getur tjáð sig um hagi leikfélaga
síns án þess að fram komi áhugi á svörun af hans hálfu, auk þess sem samningavið-
ræður byggja á einhliða skipunum eða hlýðni við óskir félagans. I dæmi 5 hér að
neðan kemur þetta vel fram í viðbrögðum Árnýjar þegar María framfylgir ekki reglu
þegar þær spila saman.
Dæmi 5
l-Kastar
1-Kastar
1-Stjórnar,
1-Regla
O-Reglubrot
1-Sérumsig,
1-Hörfa
María kastar teningi, telur punktana, segir: „Þrír".
Hún telur og flytur tröllið sitt áfram á reiti, lendir á sól.
Árný bendir á kastalann og segir: „Hlauptu aftur í kastalann".
María flytur ekki tröllið í kastalann.
Árný teygir sig eftir teningnum og segir: „Ég á".
Samkvæmt reglum spilsins á María að flytja tröll sitt aftur í næsta kastala þegar hún
lendir á sól. Árný ítrekar regluna við Maríu og bendir henni á að hlaupa í kastalann
en fylgir ekki eftir athugasemd sinni um brot Maríu á reglunni. Þegar María sýnir
engin viðbrögð tekur Árný teninginn því það er komið að henni sjálfri að kasta. Segja
má að þetta sé nokkuð dæmigerð hegðun fyrir barn sem er á stigi 1 í samskiptahæfni
samkvæmt flokkunarkerfi DeVries og félaga.
152