Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 155
KRISTÍN KARLSDÓTTIR
Sýna bömin framfarir í samskiptahæfni á níu mánaða tímabili?
f töflu 2 er lagður saman fjöldi flokka hegðunar barna sem deilist á hvert stiganna
þriggja í samskiptahæfni. Fram kemur hundraðshlutfall flokka á stigum 0, 1 og 2,
samanlögð tíðni samningaviðræðna (NS) og að deila reynslu (SE). í ljós kemur að í
báðunt skólunum er marktækur munur á dreifingu stiga hegðunar barnanna frá fyrri
upptöku til hinnar síðari. í tilraunaleikskóla er kí-kvaðrat 12,37 og í samanburðarleik-
skóla 22,3 marktækt miðað við p < 0,05. Við nánari athugun á tölfræðiútreikningum
mátti sjá að mestur munur er á stigi 0. Þessar niðurstöður voru staðfestar með t-prófi
tveggja háðra úrtaka. f ljós kom að tíðni hegðunar barna sem flokkast á stigi 0 var
marktækt minni í síðari upptöku (p < 0,01). Tíðni flokka á stigi 0 var 7% minni í síðari
upptöku í tilraunaleikskóla og 6% minni í samanburðarleikskóla. Að sama skapi
komu fram fleiri flokkar hegðunar á stigi 1 og 2 en munurinn reyndist ekki mark-
tækur.
Niðurstöður þessar eru í samræmi við það sem búast mátti við þar sem á níu mán-
aða tímabili er eðlilegt að börnin sýni framfarir eingöngu vegna þess að þau eldast og
þroskast.
Tnfln 2
Tíðni stiga samskiptahæfni barna með níu mánaða millibili í tilraunaskóla
og í samanburðarskóla
Flokkar samningaviðræðna (NS) og þess að deila reynslu sinni (SE)
Leikskóli Stig hegðunar- viðbragða NS og SE Fjöldi flokkaðra viðbragða í fyrri upptöku % fjölda flokkaðra viðbragða í fyrri upptöku Fjöldi flokkaðra viðbragða í seinni upptöku % fjölda flokkaðra viðbragða í seinni upptöku Saman- lagður fjöldi flokkaðra viðbragða Kí - kvaðrat
Tilrauna- StigO 73 9% 21 5% 94
leikskóli Stigl 639 82% 380 83% 1019
Stig 2 69 9% 57 12% 126
Samtals 781 458 1239 12,37*
Saman- StigO 80 10% 17 3% 97
burðar- Stigl 692 86% 446 89% 1138
leikskóli Stig 2 36 4% 36 7% 72
Samtals 808 499 1307 22,29*
* p < 0,05
UMRÆÐA
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa skýra mynd af birtingarformi félagsþroska 4 ára
leikskólabarna. í henni kemur fram hvaða aðferðum fjögurra ára barn beitir í sam-
skiptum við jafnaldra sína til að skapa nánd og sýna samstöðu. Algeng er hegðun
sem lýsir sjálfsánægju, öryggi og vinsamlegu viðmóti barns. Aldrei kemur fram
fjandsamleg hegðun af hálfu þessara barna. Fram kemur hvaða aðferðum börnin
153