Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 156
MAT A SAMSKIPTAHÆFNI FJOGURRA ARA BARNA
beita til þess að komast hjá ágreiningi. Leikurinn er börnum á þessum aldri tamur og
hann er hluti af þeim aðferðum sem þau nota til þess að komst hjá ágreiningi. Niður-
stöður rannsóknarinnar leiða í ljós að hegðun þessara barna á fimmta ári flokkast að
stærstum hluta á stigi 1 í samskiptahæfni, samkvæmt flokkum DeVries og samstarfs-
fólks. Ennfremur leiðir rannsóknin í ljós að á þessu níu mánaða tímabili þroskast
samskiptahæfni barnanna.
Stig samskiptahæfni
Niðurstöður leiddu í ljós að langalgengast er að hegðun barnanna flokkast á stigi 1 í
samskiptahæfni (um 85%), þ.e. samskipti sem endurspegla einhliða sjónarhorn. Þetta
er í samræmi við rannsókn DeVries og samstarfsfólks hennar (1991:487) þar sem
sama hlutfall hegðunar bandarísku barnanna úr leikskóla, sem byggir á hugsmíða-
hyggju, var á stigi 1. Ennfremur leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að álíka
stórt hlutfall hegðunar barnanna flokkast á stigi 0 (um 7%), sjálfhverft sjónarhorn og
á stigi 2 (um 7,5%) sem endurspeglar tvíhliða sjónarhorn í samskiptum. Þetta er í
samræmi við rannsókn DeVries og samstarfsfólks hennar (1991, 487) þar sem sama
hlutfall hegðunar bandarísku barnanna úr leikskóla hugsmíðahyggjunnar var á stig-
um 0 og 2. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar um hundraðshlutfall hegðunar
barna á stigum 0,1 og 2 eru því mjög nærri því sem fram kemur í niðurstöðum rann-
sóknar DeVries og samstarfsfólks hennar á bandarískum jafnöldrum þeirra í leik-
skóla sem starfar í anda hugsmíðahyggju.
Framfarir í samskiptahæfni
Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar sýna börnin framfarir á níu mánaða
tímabili eins og við var að búast. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu ennfremur í
ljós að hegðun á stigi 0 er algengari í fyrri upptöku (10%) en í síðari upptöku (4%).
Hegðun barna sem flokkast á stigi 2 í samskiptahæfni er að sama skapi algengari í
síðari upptöku (9%) en í fyrri upptöku (6%).
Þetta er í samræmi við kenningar Piagets um stigskiptingu vitsmunaþroska barns-
ins (Piaget, 1968; Ginsburg og Opper, 1969). Aðrir fræðimenn (Case, 1991; Halford,
1993) telja að framfarir í þroska barnsins megi skýra með hraða hugsunar barnsins
eða afkastagetu vitræns vinnsluferlis þess. Ekki verður hér tekin afstaða til ofan-
greindra útskýringa á þróun barnsins, en ljóst er að börn hugsa öðruvísi en fullorðn-
ir. Þau draga ályktanir og vinna úr áreitum sem leiða til annarrar niðurstöðu en hinn
fullorðni kemst að (Wood, 1998; Donaldson, 1978). í heild sýna niðurstöður þessarar
rannsóknar marktækar framfarir meðal leikskólabarna á því níu mánaða tímabili sem
hún spannar.
Samanburður á samskiptahæfni
Úrtak það sem rannsóknarniðurstöður þessar byggja á er fremur lítið og því hafa
niðurstöðurnar lítið alhæfingagildi. Ekki reyndist marktækur munur á stigum sam-
skiptahæfni barna í tilraunaskóla og samanburðarskóla. Út frá mati á samskipta-
154