Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 159
KRISTÍN KARLSDÓTTIR
sannleikur fyrirfinnist (multiple reality), heldur séu þeir margir. Lögð er áhersla á
heildarmynd af barninu sem byggir á allri vitneskju okkar um barnið og samfélagið
sem það býr í. Það er því nrikilvægt að í leikskóla, á heimili og í fjölmiðlum fari fram
umræða um siðferðisuppeldi sem tekur mið af þekkingu á mörgum fræðasviðum
sem byggja á ólíkum grundvallarviðhorfum.
SAMANTEKT
í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram hvaða aðferðum fjögurra ára börn beita
í samskiptum við jafnaldra sína til að skapa nánd og sýna samstöðu. Algeng er hegð-
un barna sem endurspeglar að þau eru ánægð og örugg með sig. Algengt er að þau
sýni vinsamlegt viðmót og hegðun þeirra er aldrei fjandsamleg í garð leikfélagans.
Athyglisvert er að börnin nota leik og þykjustuleik mikið til að finna lausn mála og
komast þannig hjá ágreiningi. Vinsemd og leikur flokkast á svið þess að deila reynslu
og því virðast börnin vera vel stödd í þáttum sem tengjast því að sýna nánd
(intimacy). Auk þess kemur fram áhugaverð vísbending um kynjamismun í sam-
skiptamynstri barna. Fram kemur mikill einstaklingsmunur og því mikilvægt að líta
á þessar niðurstöður í ljósi þess. Samskiptahæfni þessara fjögurra ára íslensku barna
er að mestum hluta á stigi 1 og er það í samræmi við rannsóknir á bandarískum börn-
um. Börnin sýndu framfarir í samskiptahæfni á þessu níu mánaða tímabili en það er
í samræmi við það sem búast má við þegar tekið er mið af þróun barnsins. Fram
kemur mynd af barni á fimmta aldursári sem er sterkt, skapandi, mikils megnugt og
beitir eigin aðferðum í samskiptum við leikfélaga sinn.
Sú innsýn í samskiptaaðferðir barna sem hér kemur fram getur vonandi orðið fag-
fólki og öðrum sem eiga samskipti við börn hvatning til nánari athugunar á sam-
skiptahæfni barna og ígrundunar á eigin samskiptaaðferðum. Fýsileg nálgun eru
samskipti fullorðinna og barna sem byggja á sjálfræði barnsins þar sem fullorðið fólk
vinnur með barninu, leyfir því að framkvæma sjálft, taka eigin ákvarðanir, leiðbeinir
því og styður það í því að finna eigin lausnir í þeim tilgangi að aðstoða það við að
skilja eigin sjónarmið og annarra (Piaget, 132; DeVries og Kohlberg, 1987). Með því
að skoða samskiptaaðferðir barns og greina þær fæst innsýn í hugarheim barns.
Þannig getur fullorðið fólk sett sig í spor barnsins, skilið og greint styrkleika þess í
því skyni að ganga út frá og byggja á styrkleika barnsins í leikskólastarfi, en það er í
samræmi við þá ímynd af barni sem Gunilla Dahlberg (Dahlberg, Moss og Pence,
1999) heldur á lofti. Að mati höfundar er sú sýn að barnið sé sterkur, skapandi ein-
staklingur, hluti af stærra félagslegu samhengi þar sem víxlverkandi samskipti eiga
sér stað, sá grundvöllur sem gott leikskólastarf byggist á.
157