Iðunn - 01.11.1884, Side 6

Iðunn - 01.11.1884, Side 6
228 Spielhagen: um svo sem ónytjung; blessunin hún móðir mín sæla þrýsti mér opt grátandi í fang sér og spurði mig, hvort jeg ætlaði þá aldrei að fara að hegða mér alminnilega; og opt kallaði minn kæri faðir á mig inn í herbergi sitt og hélt yfir mér langar ræður; jeg skildi reyndar vanalegast ekki annað af inntaki þeirra en það, að jeg væri óbetranlegur slæpingur og að framtíðar forlög mín fyltu hans gamla föðurhjarta með beiskustu hugsýki. |>ið getið því ekki nærri, hvað mörgum brennandi tárum jeg hef grátið út af þessum hrakspám. Jeg kendi sem sé altaf innilega í brjóst um sjálfan mig- Jeg sá sjálfan mig í anda, íklæddan gul- og svart- röndóttum fötum, með járnstöng milli fótanna, og kúst um axlir reiddan, og svo í fiokki með nokkrum öðrum herrum í sams konar gerfi ; jeg sá hvernig jeg var leiddur um stræti fæðingarbæar míns, nábúunuro til skelfingar, og þá ekki nábúabörnunum hvað sízt, sem öll saman höfðu haldið áfram að vera saklaus ung og smá, meðan jeg hafði vaxið og tognað upp i þvílík ódæmi spillingarinnar; jeg sá mig hengdan á gálga, jeg sá mig dingla þar um nótt í tunglskini með gráðuga hrafna fiögrandi í kringum mig ; jeg sá roig festan á hjól og stagl, en sú myndin stóð fremur óglögt fyrir mér, því jeg gat einhvernveginn ekki komið þeim tilbúningi fyrir mig. I stuttu máli, jeg var fullkomlega sannfærður um, að jeg hefði með minni dæmalausu vonzku unnið bæði til þessa og margs fleira, og þar sem vald himnanna hofði ekki énnþá slöngvað yfir mig refsidómum sínum, þá væri það oiuungis vegna kanarífuglsins mínB, sem efalaust mundi deya úr sulti, þegar mín misti við.—Æ hvern- ig fór !—kanarífuglinn minn, fallega litla dýrið heið-

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.