Iðunn - 01.11.1884, Síða 14

Iðunn - 01.11.1884, Síða 14
236 Spielhagen: væru mín forlög, en móti forlögunum megnar enginn maður neitt. Og svo var ekki þess að dyljast, að jeg hafði verið fram úr lagi léttúðarfullur, og þungt lagðist það á hjarta mitt, hvað jeg hafði verið trassa- fengiun við latínulærdóminn. Jeg komst að lokum til þeirrar niðurstöðu, að jeg yrði að sitja fastur í fimm ár sakir leti minnar, léttúðar og heimskupara. þetta var mér einstaklega mikil liuggun. þar við bættist, að það var farið sérlega vel með mig í kastalanum—mér er óhætt að segja, betur en jeg íítti skilið. Reyndar varð jeg í fyrstunni að aka hjólbörum eins og hinir, en af því jeg var þá í svo æstu skapi, þá var það ekki nema til góðs fyrir mig, og með því jeg hafði þriggja manna afl, þá vann jeg líka þriggja manna verk. Bn við þá verkstöð var jeg ekki nema fáeinar vikur. Kastalastjórinn, kapt- einn von Eisenfresser1 var mesti mannúðar maður og valmenni, þó nafnið væri hrottalegt, og hefir hann víst verið mér hlyntur í tillögum. Jeg var leystur úr fjötrum og fékk að vinna við skriftir í kastalaskrif- stofunni. þar var jeg svo allau hinn annan tíma fangaveru minnar og með því jeg var ötull við verk mitt—það var nú meðfram af þakklátssemi við vel- gjörðamann minn, sem var sannur heiðursnmður—og með því jeg líka var góður skrifari—skriftin var ná- lega það eina, sem jeg hafði lært í skólanum fyrirhafn- arlítið—þá vo.rð jeg bráðum að kalla mátti »privat« skrifari hjá mínum vinveitta yfirboðara, og naut hinnar mestu vinsémdar bæði hjá honum og öllu fólki hans, svo jeg var ekki hegningarfangi framar nema að nafninu til. Og herra v. Eisenfresser lét ekki þar við sitja. Hann varð þess áskynja, að jeg i) Nafnið Eiscnfresser merkir: járnæta.

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.