Iðunn - 01.11.1884, Qupperneq 20

Iðunn - 01.11.1884, Qupperneq 20
242 Spielhagen: an í klút: xheyrið þér Hans Sorgenfrí, ekki þori jeg að ábyrgjast, að jeg ekki kunni að rífa fyrir yður frakkann í ermasaumunum eða kannske þvers yfir bakið«. #Áfram með yður og gefið það ekki eptir, Róland«, svaraði Hans Sorgenfrí; »ef þér fáið embættið, þá getið þér látið mig fá annan frakka í staðinn, og ef þér fáið það ekki—en, það getur nú ekki komið til mála. Annar eins maður og þér eruð þarf ekki ann- að en að láta skilja, að sér sé full alvara, þá gengur það alveg sjálfkrafa«. Ykkur að segja hafði Hans Sorgenfrí það álit á mér, að jeg væri inn mesti maður þessarar aldar. Jeg var hans uppáhalds hetja, hans hugsjónar ímynd, og hefði jeg sagt: Heyrið þér, Hans Sorgenfrí, jeg hef ásett mér að verða keisari í Fez og Marokkó, þá mundi hann hafa svarað : »Afram með yður og gefið það ekki eptir, Róland, þér getið það leikandi, eins og að drekka«. Jeg hló nú reyndar að þessu, sem minn góði vinur talaði í sinni hjartans einfeldni, en satt að segja var mér ekki um sel, þegar jeg stóð í þröngva frakkanum fyrir utan skrifstofudyr samlagsins Jáger-Breitkopf; jeg barði á dyrnur, fyrst hægt, svo harðara og sein- ast mjög svo hart. Loksins heyrði jeg gegnt með ámátlega gjöllum málrómi: »Iíom inn !« Jeg hélt fyrst að það væri hurð, sem ýskraði í einhversstaðar nálægt, en það var þó í raun réttri manns rödd, og gekk jeg svo inn. Jeg kom inn í stórt herbergi og var þar maður fyrir—það var semsé liðið nokkuð á daginn og skrif- ararnir gengnir til miðdagsverðar—og svo hitti jeg þá sjálíau .... já, já, herrar míuir, jeg sé að kouau

x

Iðunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.