Iðunn - 01.11.1884, Page 28
250
Spielhagen :
þektir fyrir það
Báðir inir síðastnefndu voru kornnir út A stræti
Tunglið skein á snjólðgð húsþökin. Leiguvagn nokk-
ur keyfaði þar framhjá, seinfær og höktandi.
— Jeg ætla að fá vagninn þarna, sagði assessorinn,
Og hvað var það nú sem jeg ætlaði að segja: hættið
þór að hugsa um hana Emmý litlu Bóland; þér liafið
svo ekki nema vanvirðu af því, maður sæll! hann
Bóland er ekki sá einfeldnings garmur sem við fyrst
í hcgómadrambi okkar ætluðum. Jeg segi yður
satt, Berkenfeld, upp frá þessu kvöldi ber jeg meiri
virðingu fyrir Bóland en jeg gerði áður.
Haldið þér þá kannske að öðruvísi hafi farið fyrir
mér en yður, sagði Berkonfeld — Emmý er inndæl,
rosa senza spinex, hún er guðdómleg, en þér segið
satt: lasciate ogni speranza voi ch’intrate1 2.
Iíann benti um leið á húsdyrnar, sem þeir voru
komnir út um.
— jpað verður víst það hyggilegasta, sagði asses-
sorinn og stó upp í vagninn.
Lautenantinn leit ennþá einusinni angurblíðum
augum upp til glugganna og tautaði þetta fyrir
munni sór meðan hann gekk ofan eptir strætinu :
»Ofundsverður maður : Tvö þúsund dala laun á
ári, fimm af hundraði af öllum ágóðanum, tengda-
faðirinn »miljónóri<(, konan inndælisleg—og svo hefir
1) Rós án þyrna.
2) þór, sem inn gangiíi, varpið frá yður allri von. pessi
orð lætur Dante i kvæði sínu lnferno (Helvíti) vera letruð
yfir hliði helvítis og eru þau orðin að máltæki.