Iðunn - 01.11.1884, Page 31

Iðunn - 01.11.1884, Page 31
Snarræði af stúlku. 2B3 Hún átti vinstúlku í skólanum, sem hjet Lára B .. .. og var handan af Jótlandi. J>œr voru jafnöldrur, rúmlega 18 vetra. |>ær voru mestu mátar. jj>að sýndi sig síðar, að það var meiri veigur í vináttu þeirra en vanalega gerist, þegar ungar stúlkur bind- ast vináttuheiti »í lífi og dauða«. Ebba sýndi það að minnsta kosti, og það rækilega. Nú leið veturinn og vorið kom og sumarið, og þar með sumarleyfið. Lára hafði misst foreldra sína í æsku, en föður- bróðir hennar tekið hatia að sjer. Hann átti gam- alt höfuðból á Jótlandi, og bjó þar. Lára bauð nú vinstúlku sinni að koma með sjer þangað og vera þar mánaðartíma um sumarið. Ebba þáði boðið feginsamlega. það var einu góðan veðurdag í júlímánuði, að þær stallsystur lögðu af stað frá Khöfn með gufuskipi til Arósa og komu daginn eptir þangað sem Lára átti heima. þar var þá fyrir frændi Láru, sonur- hús- bóndans, ungur stúdent, nýkominn heim, í sumar- leyfið, og með honum tveir kunningjar hans og lags- bræður, stúdentar eins og hann; stundaði anuar læknisfræði, en hinn lögvísi. Nú var glatt á hjalla og kátt í kotinu. Unga fólk- ið gerði ekki annað en leika sjer og skemmta á ýmsa luud. Meðal annars var, eins og gerist, haft til gam- aus að loika hvort á annað og liræða hvert annað. Undir eins fyrsta kvöldið barst í tal um reimleika. það átti að vera reimt þar á bænum, eins og vant er á gömlum herragörðum, og sjer í lagi var ekki hlífzt við að reyna að tolja liinum ungu meyjum trii um reimleikann. þær áttu sein sjo að sofa í »turn-

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.