Iðunn - 01.11.1884, Page 32

Iðunn - 01.11.1884, Page 32
254 Snarræði af stúlku. klefanum«, er svo var nefndur, og þar áttu vofurnar að vera vanar að hafa sína bækistöðu. En þær ljetu það ekki á sjer festa og þóttust hvergi hræddar. það var líka satt og ekkert raup; þær voru hvergi hræddar við »reglulegan« reimleika, en grunaði hins vegar, að þeim mundi varaminna að vera viðbúnar við uppgerðum draugagangi; það þóttust þær sjá á augnaráði þeirra karlmannanna sín á milli. það var því ráð Ebbu, að þær fengju sjer eitthvað í hendurnar, hvað sem í kynni að skerast. þær laumuðust út þegar þær voru búnar að bjóða góðar nætur, og fengu sjer sitt barefiið hver, ósvikna lurka. Gengu síðan öruggar til rekkju, upp í turnklefann, og var mjór stigi upp þangað úr litlum göngum rjett hjá eldhúsinu. það stóð heima. Sköinmu eptir að þær. voru háttaðar, í gríðarstóru rúmi, »himinsæng«, sem stóð á miðju gólfi með höfða- lagið upp að veggnum, fór að heyrast undarlegur skruðningur f stiganum fyrir utan. f>að var eins og gengið væri um og dregnir eptir sjer fæturnir. Svo heyrðist hringlað í járnhlekkjum og strokið eptir veggnum fyrir framan dyrnar. Ebba hvíslaði að stallsystur sinni, að hún skyldi vera alveg róleg; »það er svo sem auðvitað« mælti hún, »að það eru þeir piltarnir, hann frændi þinn og lagsmeun hans, og ætla að reyna að gera okkur hræddar. En þeir skulu nú ekki einu sinni eiga þeim sigri að hrósa, að við förum að kalla í þá. Við skulum láta eins og ekkert sje um að vcra«. »En of þeir koma nú inn hingað ?« sagði Lára. »það þora þeir ekki; og gjörist þeir svo djarfir,

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.