Iðunn - 01.11.1884, Page 34

Iðunn - 01.11.1884, Page 34
256 Suarræði af stúlku. og var orðið mjög fram orðið, þegar þær fóru upp að liátta í turnklefann, Ijóslausar, eins og vant var. þegar þær luku upp hurðinni, sáu þær hvíta vofu, hræðilega útlits, rísa upp bak við rúmið og standa grafkyrra. Lára rak upp hljóð, og Bbba gat ekki að sjer gert, að hún hrökk við. En hún áttaði sig að vörmu spori. »Nú, nú, lurkana á hann undir eins, og prófum, hvort skepnan hefir hold og blóð eða ekki«. þær óðu að draugsa með lurkana reidda og ljetu þá bylja á skrokknum á honum eptir því sem þær höfðu orku til. »Æ, æ, hver þremillinn ; æ, lemjið þið ekki svona miskunnarlaust«, hrópaði vofan með fyllilega mennsk- um róm—»æ, æ, æ!« Hún stökk út æjandi og veinandi, og skyldi eptir haminn, hvíta slæðu, sem Ebba hafði kippt í all-knálega. »Haua nú, þar gerðum við hvítt að svörtu«, mælti hún og hló ; »það hefði raunar átt að vera öfugt, því mjer sýndist eldci betur en að það væri laga-júristinn, sem við kræktum þarna í«. »Jú, það var víst hann«, sagði Lára; »aumingja manntetrið ; jeg lamdi æði-þjett«. »Jeg segi þjer satt, að jeg dró ekki úr höggunum heldur. En það var honum mátulegt. það er skárra uppátækið, að ætla að fara að hræða úr manni lífið. Hann getur held jeg látið það bíða þangað til haun er orðinn prókúrator oða eitthvað þess háttar«. Lára stundi við ofurlítið; henni fannst hún þó hafa orðið heldur þunghent; og það einmitt á hon- um, laga-júristanum.---------- Morguninn eptir var hann með bláa rák um þvert andlitið.

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.