Iðunn - 01.11.1884, Side 36
Snarræði af stúlku.
258
una; og hjónin gömlu horfðu glöð og ánægð á, að
unga fólkið skemmti sjer.
|>annig liðu meira en þrjár vikur, og fór þá að síga
á seinni hlutann af sumarleyfinu.
Einn góðan veðurdag í ágústmánuði gengu þær
stallsystur seint til rekkju í turnklefa sínum.
Lára sofnaði undir eins, en Ebba lá lengi vak-
andi og gat með engu móti sofnað. Henni var ein-
hvern veginn svo undarlega órótt, og gat hún með
engu móti skilið í því, hvernig á því stæði.
Hún bylti sjer á ýmsar liliðar í rúminu. Loks
hugsaði hún sjer að hún skyldi reyna að liggja graf-
kyr og vita hvort hún gæti ekki komizt í værð með
því móti. Hún lá góða stund með aptur augun, en
rak þau upp allt í einu og einblíndi beint fram
undan sjer.
Hún sá mannshöfuð gægjast upp fyrir fótagafliun
á rúminu, og horfa á sig milli sparlakanna hvasst og
stöðugt. það gat engin missýning verið; hún sá
andlitið skýrt og greinilega; maðurinn var fölleitur,
svartskeggjaður, svarteygður og inneygður. jpað var
tunglskin og því hálfbjart innan um herbergið.
í sama bili rumskaði Lára dálítið í svefninum, og
þá hvarf höfuðið.
Ebba lá grafkyr ofurlitla stund. Hún var dauð-
hrædd, sem von var til, en hafði þó alla rænu, og
hugsaði sig um glöggt og vandlega.
Gat þetta verið sjónhverfing?------Nei, nei, hún
sem var glaðvakandi og heyrði þar að auki
greinilega, að fötin strukust við gólfið og rúmbotninn,
þegar maðurinn mjakaði sjer inn undir það hægt og
gætiloga.
Nei, hjer gat ekki verið um tvennt að tefla. —