Iðunn - 01.11.1884, Side 39

Iðunn - 01.11.1884, Side 39
Snarræði af stúlku. 261 satt. Jeg var glaðvakandi og sá framan í hann. Hann var með svart skegg og blíndi svörtum glórun- um á mig, frá fótagaflinum á rúminu, þangað til hann varð hræddur, þegar þú hreyfðir þig, og hvarf undir rúmið. |>ú svafst svo fast; en jeg mátti til að hafa þig með. Komdu ; við skulum flýta okkur og finna hann bróður þinn. Við verðum að gjöra allt sem við getum til þess að hann verði höndlaður, þessi kauði sem er þarna inni«, mælti Ebba og benti á dyrnar. Nú varð Lára býsna-skelkuð. þær brugðu yfir sig regnkápum sínum, og flýttu sjer ofan þangað sóm húsbóndinn svaf, og börðu þar hart að dyrum, til þess að vekja liann. »Hver er þar ?« kallaði hann út. »það erum 'við; flýtið þjer yður í eitthvað utan yfir yður og komið þjer út; við megum til að tala við yður undir eins,« svaraði Ebba. nHvern þremilinn viljið þið mjer þá? Hvað er að ?« nFyrir alla muni, komdu, góði bróðir« kallaði Lára inn ; »það er maður uppi í turnklefanum«. »Maður uppi lijá ykkur? Iivaða bull er þettan. »það er alveg satt; það liggur maður undir rúm- inu uppi; jeg hefi sjeð hann með mínum eigin aug- um«, kallaði Ebba. »Hvaða vitleysa er þetta; þið hafið sjeð ofsjónir ; farið þið nú upp aptur og látið mig hafa næði. þið getið fengið einhverja af stúlkunum með ykkur og kveikt á ljósbera; þá er líklegt að þið getið ráðið við vofuna þá arna, þegar þið eruð þrjárn. iil guðs bænum, trúið þjer mjer!« kallaði Ebba.

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.