Iðunn - 01.11.1884, Qupperneq 40
262 Snarræði af stúlku.
»Komið þjer út og látið þjer vekja vinnumennina;
jeg get svarið, að það er satt sem jeg segi«.
»Hver þremillinn er á ferðum ? þeim er full alvara
heyrist mjer. Nú skal jeg koma. En guð hjálpi
ykkur, ef þið eruð að gabba mig«.
Að lítilli stundu liðinni kom hann út alklæddur
með ljósbera í hendinni.
»Nú, það er satt; einhver fjandinn er á seyði, því
þið eruð náfölvar báðar tvær«.
Ébba sagði honum nú upp allasögu,ogloks,hvern-
ig hún hafði farið að loka kauða inni í turnklefan-
um.
»|>að var laglega gert; það líkar mjer«, sagði hús-
ráðandi; »bíðið þið við hjerna stundarkorn, meðan
jég er að safna liði«.
Ebba settist niður; hin voðalega geðshræring, sem
hún hafði orðið fyrir, bar hana nú ofurliða ; lnin
skalf og titraði öll saman, og mátti Lára til að
styðja hana. Hún reyndi eins og hún gat að harka
þetta af sjer og tókst það von bráðar.
þ>að var hálf-óskemmtilegt, þessi bið þarna. Loks
kom húsráðandi aptur, með stúdentana alla þrjá
og tvo vinnumenn. Leggur nú allt þetta lið af stað
upp að turnklefanum.
þegar þau komu að stiganum, nam Ebba staðar.
»Nú verður að hafa mestu varúð við«, mælti hún
og varð ósjálfrátt litið á son húsráðanda. »í Guðs
bænum ljúkið þið ekki upp, fyr en við erum búin
að skipa okkur öll í tvær raðir, slna til hvorrar hlið-
ar, og sá sem lýkur upp, verður að standa á hurðar-
baki. það má búast við, að hann hafi eitthvað í
höndunum, og mun þá ugglaust skjóta út um dyrn-
ar, í því skyni að ryðja sjer þannig braut«.