Iðunn - 01.11.1884, Page 41

Iðunn - 01.11.1884, Page 41
Snarræði af stúlku. 263 »Nú, jeg segi ekki nema það« mælti húsráðandi, »að stúlkan sú arna, hún gerir okkur minnkun, karl- mönnunum ; hún hefir meiri fyrirhyggju og snar- ræði til að bera heldur en við allir samam. þetta er gott ráð, og því skal fylgja«. það leyndi sjer ekki á augnaráði sonar hans, að honum fanst ekki minna um frammistöðu Ebbu en gamla manninum. jpau gengu hægt og hljóðlega upp stigann og skip- uðu sjer síðan eins og Ebba hafði ráð til lagt. þau voru öll með öndina í hálsinum. ELúsráðandi tók sjálfur slána frá hurðinni og lauk henni snöggt upp; staðnæmdist síðan á hurðarbaki. I sama bili riðu af fjögur skot hvert á fætur öðru. Kúlurnar smugu inn í vegginn á móti dyrunum. Að vörmu spori hentist maður út úr dyrunum í stóru stökki, til að komast; að stiganum, en var þrifinn á lopti áðurog keyrður niður og höndlaður við illan leik, áður en hann gæti komið fyrir sig stórum kníf, sem hann hafði í hendinni. það varð þögn litla stund, svo að ekki heyrðist annað en másið eptir átökin. jpað sást nú við birtuna úr ljósberanum, að þetta var meðalmaður á vöxt, en samanrekinn, fölur í andliti og með mikið skegg, svart að lit. Hann lit- aðist um með heiptarsvip. »þarna sjáið þið, að jeg hafði rjett fyrir mjer« kall- aði Ebba upp; »jeg vissi að hann var þarna inni; jeg sem sá framan í hann með svart skeggið við fóta- gaflinn !« Aður en þess vrði varnað, vatt bandinginn sjer að henni,og mælti, skjálfaudi af bræði:» »|>að er þá þú, sem jeg á þetta upp á; það er þú,

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.