Iðunn - 01.11.1884, Qupperneq 42

Iðunn - 01.11.1884, Qupperneq 42
264 Snarræði af stúlku. sem erfc orsök þess, að jeg verð nú að fara 1 tukt- húsið aptur!—Já, það er ekki til neins að ætla sjer að leyna því, að jeg brauzt út fyrir nokkru úr tukt- húsinu í Vebjörgum.—En varaðu þig« mælti hann og ógnaði Ebbu ; »þig skal ekki undan draga hefnd minni. Hefnd vil jeg hafa, og jeg mun finna þig, hvernig sem þú felur þig. jpú mátt loka þig inni, jeg skal brjótast inn til þín, hvort holdur er á nóttu eða degi; þó þú farir úfc á enda veraldar, þá skal jeg samt finna þig. Jeg hefi brotizt út einu sinni, og skal sýna, að jeg get gjört það einu sinni enn til þess að hefna mín á þjer;—jeg skal«....hann færði sig einu feti nær henni, en í því bili fjekk hann högg framan í andlitið, svo að hann reiddi við aptur á bak og blóðið lagaði niður um hann. |>að var sonur húsbóndans, sem höggið greiddi, með staf, sem hann hafði í hendinn. Við þá sjón leið Ebba niður allt í einu, og heyrð- ist hvorki til hennar stunur nje hósti. Hún var borin inn í rúmið í turnklefanum, en farið með band- ingjann leiðar sinnar. Ilún var milli hcims og helju vikum saman. Hún lá lengi mjög þungt í taugaveiki; þessi voða- lega nótt hafði tekið það á hana, sem ekki var furða Bandinginn var morðingi, sem hafði verið dæmd- ur af lífi, en líflátinu síðan breytt fyrir konungs náð í æfilanga hegningarvinnu. það komst upp í rjettarprófunum, að honum hafði verið kunnugt um hýbýlaskipun þar á bœnum, hann hafði verið þar við smíðar einhvern tíma; hann var járnsmiður. Hafði hann ætlað að fela sig í turnklefanum, er hann hugði mannlaugan, og leita síðan fyrir sjer um nótt- ina eptir fötum og peningum til þess að geta kom-

x

Iðunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.