Iðunn - 01.11.1884, Page 43

Iðunn - 01.11.1884, Page 43
Snarræði af stúlku, 265 izt af landi burt. Hann hafði orðið þess áskynja, að húsráðandi mundi hafa milda peninga undir höndum um það leyti, sem opt bar til ; hann soldi mikið af hestum og nautum. Hann vissi, að pen- ingarnir voru geymdir í skrifstofu hans, en hún var einmitt f sama endanum á húsinu sem turnklefinn. Hann var nýkominn inn þangað, þegar hann heyrði stúlkurnar koma upp stigann, og hafði þá eigi sjeð annað ráð vænna en að fela sig undir rúminu. Hann var hið mesta illmenni, og feilaði sjer ekki við að játa, að hefði hann orðið þess áskynja, að þær hefðu orðið varar við sig, mundi hann hafa skilizt svo við þær, að þær kynnu eigi frá tíðindum að segja. — Hann hafði viljað komast af landi burt, og þarna var hann kominn í bezta færi til að ná sjer í fje til þess. Hann hafði sí og æ á vörum voðalegustu böl- bænir yfir stúlkunni, sem hafði ónýtt ráð haus og komið honum í tukthúsið aptur. I þessari löngu legu varð hár Ebbu hvítt sem mjöll. Hún hresstist á endanum nokkurn veginn að Ifkams burðum, en varð aldrei jafngóð á geðs- munum. Hún þjáðist af sífelldri hræðslu og kvíða og sá hinar voðalegustu ofsjónir, og klifaði sí og æ á hinu sama, að hún bað sjer verndar fyrir illmenn- inu, sem sæti um líf sitt. Hún þóttist sf og æ og alstaðar sjá sama andlitið, fölleitt og svartskeggjað og með svörtu glórurnar. Henni batnaði ekki, hvað sem til var reynt. Loks var farið með hana á Bidstrup, og þar var hún í mörg ár. |>að var leitað allra bragða að friða hana. Henni var sagt, að illmenuið, sem henni ^tóð þessi skelfi- lega ógn af, væri nú allt af í fjötrum og gæti því

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.