Iðunn - 01.11.1884, Side 45
Klukkur Lóretókirkjunnar.
Eftir Neruda1.
(JfU. að eru orðin nokkur hundruð Ar eða lengra síðan
•tfc- að bláfátæk ekkja ein átti heima í «nýja heim-
inuvir, svo nefnist einn partur af Prag.
Hvað dugði það, þó að hún væri sívinnandi og
héldi spart á; hún átti svo mörg börn.
Allir vita, að margar klukkur eru í Lóretókirkj-
unni; jafnmörg hörn átti ekkjan, og hún nefndi þau
líka Lóretóklukkurnar sínar
þá hljómuðu klukkurnar ekki með svo miklu afli
sem nú á tímum ; þær mörkuðu éyktir dagsins; þær
stærri hringdu á stundamótum, þær smærri á fjórð-
ungamótum stunda.
Ekkjan sagði, að klukkurnar sínar heima væri al-
veg eins; þær stærri hafa nokkura biðlund, enn þær
smærri eru sí-rellandi.
Ekkjan átti einn grip, enn ekki heldur fleiri; það
var band með silfurpeningum á; þeir voru jafnmarg-
ir og börnin hennar.
Bandið var frá auðugri guðmóður og móðirin
geymdi það sem minningarfje barna sinna.
þá kom upp í Prag næm sýki, sem mest lagðist
á fátæklinga, og þeir sögðu í örvæntingu sinni,aðhin-
i) Czeclmeskt skáld i Bælieimi (Böhmen).