Iðunn - 01.11.1884, Page 49

Iðunn - 01.11.1884, Page 49
271 Kvæði. f>ar aumur synti’ eg yfrum Og eik með höndum spenti: Æ, viltú ei, vænleg eikin, Nú verða að mínum föður? Og munu’ ei grænar greinar Sig gera að björtum höndum, Og blöðin grænu breytast I blíðust kærleiks orðin ? Æ, brátt ég burt fór þaðan Og beiskust feldi tárin, því eikin vænleg vildi Bi verða’ að mínum föður. Og ekki grænar greinar Sig gerðu’ að björtum liöndum, Og blöðin græn ei breyttust 1 blíðust kærleiks orðin. (Stgr. Th.). Til móður minnar. (Magyariskt). Um himinn máninn heiðri sveif á nóttu, Við háa lind1 eg stóð á skógar veg; A munarvængjum sál min sem í draumi f>á sveif til þín, mín móðir elskuleg! Og þakkargjörð eg glaður bjóst að syngja Til guðs, er let mig þig að móður fá; þá hreyfði tróð sinn topp og og nam þagna Og talað beyrðist bifðum greinum frá. i Linditr é.

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.