Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1941, Page 48

Ægir - 01.01.1941, Page 48
42 Æ G I R allar aðgerðir fara nú fram hér á landi, sem áður fyrr fóru fram erlendis. 12. Hafnarg'erðir og lendingarbætur. I Stykkishólmi var gerð bátabryggja 55 m að lengd og 5.5 m breið. Hliðarveggir eru steyptir, fyllt upp með grjóti, en þekja steypt. Nær bryggjan fram í stór- straumsfjöruborð. Var dýpkað svo við enda bennar, að þar er nú 0.75 m dýpi um lægstu fjöru. Uppfylling til fiskað- gerða um 105 m- að flatarmáli var gerð við land vestan við bryggjuna. Kostnað- ur um 45 þús. kr. í Ólafsvík var nokkuð unnið að klapp- arhreinsun í hafnarkvínni. Áætlaður kostnaður 4—5 þús. kr. Á Suðureyri í Súgandafirði var full- gerður kafli af liafskipabryggju, sem ekki var lokið við á fyrra ári. Bryggjan nær nú út á 3 m dýpi og hefir þegar, að nokkru leyti, bætt úr brýnni þörf á auknu bátabryggjurúnii. Unnið var i sumar fyrir um 12 þús. kr., en alls hefir kostnaður numið um 64 þús. kr. í Grunnavík, norðanvert við ísafjarð- ardjúp, var bafin bygging bátabryggju i vörinni vestan megin víkurinnar. Byggð var 20 m löng steinsteypt bryggja, 3j4 m á breidd og meðalhæð 2.10 m. Til þess að l)ryggjan komi að fullum notum, þarf að lengja bana enn um 20 m. Kostnaður i sumar nam 4 980 kr. Á Blönduósi var lokið við endurbygg- ingu bátabryggjunnar norðan óss. Á þvi verki var byrjað 1935, en lialdið áfram 1939. Kostnaður í sumar nam um 50 þús. kr. og hefir þá allur kostnaður við end- urbyggingu bryggjunnar numið um 110 þús. kr., og er bryggjan nú öll sem ný. Er hún 103 m á lengd og 8 m breið, nema hausinn, sem er 11 m á breidd og nær þvi 3 m suður fyrir til aukins skjóls. Hæð er 1.6 m yfir liæsta flóð. Miðað við lægstu fjöru nær bryggjan á ca. 10 feta dýpi. Gela bátar og minni skip athafnað sig við bryggjuna í flestum veðrum og hefir þvi öll aðstaða batnað mjög í þessu efni. Við bafnargerð á Siglufirði hefir verið unnið i ákvæðisvinnu undanfarin 6 ár og var að mestu lokið 1. júlí 1940, en þá voru hafnarmánnvirkin tekin til afnota. Ilafnargarðurinn er 163 m langur. Fram með innri hlið garðsins er 13 m breið og 125 m löng liryggja. Fyrir innan hafn- argarðinn og fram við liafnarbakkann liefir verið dýpkað að 6 m dýpi á 20—50 m breidd fram á hafnarsvæðið. Samkvæmí samningi skal greiða fyrir þessi verk 656 þús. kr., en annar kostn- aður, svo sem undirbúningur, eftirlit o. fl. mun auk þess nema um 40 þús. kr. Hluti af dýpkuninni greiðist einnig auka- lega. Á Dalvík var haldið áfram með bygg- ingu bafnargarðs, sem byrjað var á árið 1939. Garðurinn var lengdur í sumar um 87 m og er nú 126 m langur frá bakka. Nær liann á 3.5 m dýpi við stórstraums- fjöru. Jafnframt garðinuin var byggð 7 m breið bryggja sunnan á garðinn. Er það staurabryggja, og er haus hennar á 3 m dýpi á stórstraumsföru. Lengd bryggju er 52.4 m. Kostnaður á sl. sumri nam um 90 þús. kr., og nemur þá allur kostnað- ur um 200 þús. kr. Á Kópaskeri var bryggjan lengd um 17 m. Kostnaður nam um 2 600 kr. Á Raufarhöfn var nauðsynlegt, vegna liinnar nýju sildarverksmiðju, að gera nokkrar endurbætur á höfninni og byggja nýja brvggju. Ætlunin var að dýpka rennu inn að bryggjunum og svæðið framan við þær. Miklir erfið-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.