Ægir - 01.09.1951, Side 3
Æ G I R
MÁN AÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS
44^árg^ | Nr. 9-10
Davíd Ólafsson:
Sjávarútvegurinn 1950.
Árið 1950 einkenndist af miklum breyt-
ingum í efnahagsmálum i landinu. Snertu
þessar breytingar sjávarútveginn sennilega
nreira en nokkurn annan atvinnuveg þjóð-
arinnar.
í lok ársins 1949 var svo komið, að
mönnum var orðið ljóst, að leiðir þær, sem
farnar höfðu verið undanfarin ár til þess
að tryggja rekstur bátaútvegsins og þess
fiskiðnaðar, sem á honum byggir, voru ekki
lengur færar. Kostnaður sá, sem ríkissjóð-
ur hafði af fiskábyrgðinni, var orðinn svo
gífurlegur, að ekki þótti fært lengur að
halda áfram á þeirri braut af þeim ástæð-
um, og var því hafin í árslok 1949 athugun
á því, hvaða leiðir teldust helzt hæfar úr út
þeim erfiðleikum, sem sjávarútvegurinn og
þó einkum og sér í lagi bátaútvegurinn var
kominn í. Þessar athuganir höfðu hafizt
seint á árinu 1949, og með þvi að þeim var
ekki lokið eða nein niðurstaða fengin, er
hefja skyldi útgerð á vetrarvertíðinni 1950,
varð það úr, að ríkisábyrgðin var fram-
lengd á meðan athugað væri til hlítar hverj-
ar leiðir aðrar væru færar. Elcki var þó
komizt hjá því að gera nokkrar breytingar
a ríkisábyrgðinni vegna allverulegra hækk-
ana, sem orðið höfðu á ýmsum tilkostnaði
v*ó útgerð og verkun á fiski, til þess að
tryggt væri að hækkun gæti orðið á fisk-
verðinu til útgerðarmanna og fiskimanna.
Fiskverðið var ákveðið 10 aurum hærra
fyrir hvert kg af þorski, ýsu og löngu en
verið hafði árið áður eða kr. 0.75 á kg og
samsvarandi hælckun á öðrum fisktegund-
um eða sem hér segir, allt miðað við slægð-
an fisk með haus:
Karfi og keila .................. kr. 0.29
Ufsi .............................. — 0.39
Steinbítur......................... — 0.50
Skarkoli og þykkvalúra:
I. íy^ lbs. og þar yfir ........... — 2.08
II. % lbs.—iy4 lbs................. — 1.73
III. 250 gr—!4 Ibs................. — 1.27
Heilagfiski undir 15 kg ........... — 2.08
Stórkjafta, langlúra og grálúða — 1.15
Háfur ............................. — 0.23
Sama verð var fyrir fiskinn á hvern hátt,
sem liann var hagnýttur. Á ofannefndu
fiskverði var svo byggt ábyrgðarverð það,
sem ríkissjóður tryggði framleiðendum
freðfisks og saltfisks, en það hækkaði að
sjálfsögðu einnig frá þvi, sem verið hafði
árið áður. Fyrir frystan fisk var verðið
kr 1.53 fyrir hvert enskt pund (453 gr) af
þorskflökum með roði, vafinn í pergament-
pappír, 7 lbs. hver pakki. Árið áður hafði
verðið á þessum fiski verið kr. 1.33. Var