Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 8
216
Æ G I R
Tafla I. Tala fiskiskipa og fiskimanna á öllu landinu í hverjum mánuði 1950 og 1949.
Botnv.- skip Linu- gufuskip Mótorbátar yfir 12 rl. Mótorbítar undir 12 rl. Opnir vélbátar Ára bátar Samtals 1950 Samtals 1949
Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa _ > rt c- rt jsS H «
Janúar... 36 1108 )) )) 169 1857 7 45 25 89 )) » 237 3099 143 2136
Febrúar.. 36 1116 )) )) 281 2972 10 59 25 93 » » 352 4240 357 4137
Marz .... 39 1200 )) )) 339 3401 16 92 70 229 2 4 466 4926 441 3990
Apríl .... 39 1202 )) )) 334 3324 17 90 114 327 )) )) 504 4943 559 5253
Maí 37 1120 )) » 309 2839 28 147 143 385 )) )) 517 4491 583 5010
Júni 31 942 )) » 191 1193 40 167 223 560 5 10 490 2872 589 3740
Júlí 30 845 5 96 353 3576 30 129 179 460 4 4 601 5110 620 5472
Ágúst .... 14 345 5 96 373 3761 32 135 167 427 )) » 591 4764 645 5709
September 9 243 3 57 291 2385 28 124 144 401 » )) 475 3210 524 4294
Október. . 7 187 )) )) 288 2110 27 127 169 456 )) )) 491 2880 438 3250
Nóvember 33 923 )) )) 242 1871 14 72 141 391 )) )) 430 3257 377 3115
Desember 33 987 )) )) 145 1225 7 29 11 35 )) » 198 2276 207 2292
gerðir út, nema helzt til sildveiða, og loks
fælckaði togurunum um 4 við það, að tveir
voru seldir úr landi, en tveir eyðilögðust.
Flestir voru togararnir gerðir út á vetrar-
vertíðinni í marz og apríl, 39 að tölu, en
meðaltala togaranna í hverjum mánuði yfir
allt árið var aðeins 29. Enda þótt verkfallið
hæfist með júlímánuði, voru þó allmörg
skip að veiðum nokkuð fram í júlí, og var
enn talið, að 30 togarar væru gerðir út í
þeim mánuði, en þar af raunar nokkrir
gamlir togarar til síldveiða. Eftir það fer
skipunum mjög fækkandi, og í október var
tala þeirra aðeins 7, en þau skip voru gerð
út þvínær allan tímann á meðan á verkfall-
inu stóð. Var hér um að ræða skip frá
Norður- og Austurlandi, en verkfallið náði
ekki til þeirra landshluta. Er verkfallinu
lauk snemma í nóvembermánuði, fór allur
hinn nýi togarafloti á veiðar, og var tala
skipanna í nóvember 33, en í desember 35.
Mannatala á togurunum var heldur minni
nú en áður, sérstaklega seinni hluta ársins,
sem stafaði af því, að breytt var nokkuð
um veiðiaðferð frá þvi, sem áður hafði ver-
ið. Um vorið hófu nokkur skip karfaveiðar,
og öll skipin, sem stunduðu veiðar um
sumarið á meðan verkfallið stóð, voru við
karfaveiðar og sömuleiðis flest þau skip,
sem hófu veiðar fyrst að loknu verlcfallinu.
Á þessum veiðum er mannatala lægri en á
ísfiskveiðum eða saltfiskveiðum. Ekki
breytti þetta þó miklu, þegar litið er yfir
árið í heild, en meðaltala manna á hverjum
togara yfir allt árið var um 29, en hafði
verið um 30 árið áður.
Útgerð línugufuskipa hefur verið mjög
lítil undanfarin ár nema helzt til síldveiða
og var svo einnig að þessu sinni. Voru þau
gerð út 5, þegar flest var í júlí og ágúst,
en 3 í september og ekkert utan þess tírna.
Eru þessi skip flest orðin gömul og ekki
talin hagkvæm til annarra veiða.
Framan af árinu var tala þeirra báta yf11'
12 rúmlestir, sem gerðir voru út, nokkuð
lægri en verið hafði árið áður, enda ríkh
framan af vertíðinni allmikil óvissa um af-
komu bátaútvegsins á vertíðinni. Voru bát-
arnir flestir í marzmánuði 339 að tölu, og
var það lítið eitt færra en árið áður, en þa
voru þeir 345 flestir á vertíðinni í apríhnán-
uði. Svo sem venja er þá fór þessuin bátum
mjög fækkandi í lok vertíðarinnar, og a
milli vetrarvertíðar og sildarvertíðar, 1
júnímánuði, voru aðeins 191 gerðir út.
Hins vegar var þátttaka í síldveiðunum
nokkru meiri nú en árið áður, og voru þa^
að sjálfsögðu aðallega bátar úr þessum
flokki, sem þá voru gerðir út, og urðu flest-
ir í ágústmánuði 373 að tölu á móti 354 á1"