Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 16
224 Æ G I R Af lifur þeirri, sem kom frá bátaflotan- um, en hún nam alls 6 688 811 lítrum, kom langsamlega mest úr Sunnlendingafjórð- ungi, eða alls um 77%. Næstur að magni var Norðlendingafjórðungur með rúmlega 9% af lifrarmagninu, en Austfirðinga- fjórðungur var með aðeins minna, eða rétt um 9%. Loks var svo Vestfirðingafjórð- ungur með aðeins 5% af lifrarmagninu. Úr lifrinni var framleitt lýsi, sem nam alls 6 647 smálestum og er 15% minna en á fyrra ári. Hefur því nýting lifrarinnar orðið alls 49.8%, og er það að vísu aðeins lægra en var árið áður, en nokkru hærra en und- anfarandi ár. Hafði nýtingin komizt hæst ár- ið 1949 með 50%. Samkvæmt töflunni er greinilegt, að lifrin af bátaflotanum hefur nýtzt betur en á togurunum, og er nýting bátalifrarinnar alls um 54.1%, en togara- lifrarinnar 45.5%, og eru þó þessar tölur báðar nokkru lægri en verið hafði árið áð- ur, en ekki munar það miklu. Það er áber- andi hversu nýtingartalan er hæst í Sunn- lendingafjórðungi, þar sem hún nær 56%, og er það svipað og árið áður, enda er lifr- in, sem fæst þar á vertíðinni, en aðallifrar- magnið kemur auðvitað á þeim tíma, jafn- aðarlega feitari en fæst annars staðar við landið. Á Vestfjörðum var nýting lifrarinn- ar 50.8%, sem er nokkru hærra en árið áð- ur. í Norðlendingafjórðungi varð nýtingin 47.1%, sem er lítið eitt lægra en verið hafði árið áður, og í Austfirðingafjórðungi 40.6%, sem einnig er nokkru lægra. Langsamlega mestur hluti lýsisins var framleitt sem meðalalýsi, svo sem verið hefur mörg ár og mun láta nærri, að það hafi numið um 95.5%. Hins vegar var minna um það en oft áður, að lýsið væri kaldhreinsað til útflutnings, og mun megin hluti þess hafa verið fluttur út ókaldhreins- aður. fíannsóknarstofa Fiskifélagsins hagaði starfsemi sinni með sama hætli og undan- farin ár, og voru starfsskilyrði óbreytt. Verkefnin skiptast eins og áður í rannsókn- ir á framleiðslu- og útflutningssýnishorn- um frá fiskiðnaðinum og sjálfstæðar rann- sóknir. fíannsókn á aðsendum sýnishornum■ Rannsóknastofan efnagreindi á árinu 646 sýnishorn af lýsi, 119 af mjöli, 256 af salt- fiski, 30 af skilvinduvatni og 17 af síld. Auk þessa var prófað þanþol í miklum fjölda af netjagarnssýnishornum og efnagreind ein- stök sýnishorn af margvíslegu efni, sem elcki þykir ástæða til að telja hér upp. Hér eru heldur ekki talin sýnishorn, sem rann- sökuð voru fyrir verksmiðjur á vinnustað. Lýsis- og mjölsýnishorn skiptust sem hér segir eftir tegundum: Lýsi: Þorskalýsi .......................... 544 Karfa- og síldarlýsi .................. 68 Hvallýsi ............................... 2 Hákarlalýsi ........................... 13 Lúðulýsi............................... 11 Háfslýsi ............................... 4 Þorska- og ufsabúkslýsi ................ 2 Annað lýsi.............................. 2 Samtals 646 Mjöl: Fiskmjöl ............................ 88 Síldarmjöl ........................... 5 Karfamjöl ........................... 26 Samtals 119 84 af lýsissýnishornunum voru rann- sökuð vegna útflutnings, og var því gerð á þeim fullkomin efnagreining. Á flestum hinna sýnishornanna var framkvæmd A- vítamínákvörðun, en í nokkrum tilfellum var aðeins um að ræða álcvörðun á súr, vatni og óhreinindum. Af mjölsýnishorn- unum voru 45 útflulningssýnishorn, en 74 framleiðslusýnishorn. Á nær öllum þessum sýnishornum var framkvæmd fullkomin efnagreining, jafnt hvort þau voru útflutningssýnishorn eða ekki. Saltfiskurinn var yfirleitt rannsak- aður með tilliti til salt- og vatnsinnihalds,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.