Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 16
224
Æ G I R
Af lifur þeirri, sem kom frá bátaflotan-
um, en hún nam alls 6 688 811 lítrum, kom
langsamlega mest úr Sunnlendingafjórð-
ungi, eða alls um 77%. Næstur að magni
var Norðlendingafjórðungur með rúmlega
9% af lifrarmagninu, en Austfirðinga-
fjórðungur var með aðeins minna, eða rétt
um 9%. Loks var svo Vestfirðingafjórð-
ungur með aðeins 5% af lifrarmagninu.
Úr lifrinni var framleitt lýsi, sem nam alls
6 647 smálestum og er 15% minna en á
fyrra ári. Hefur því nýting lifrarinnar orðið
alls 49.8%, og er það að vísu aðeins lægra
en var árið áður, en nokkru hærra en und-
anfarandi ár. Hafði nýtingin komizt hæst ár-
ið 1949 með 50%. Samkvæmt töflunni er
greinilegt, að lifrin af bátaflotanum hefur
nýtzt betur en á togurunum, og er nýting
bátalifrarinnar alls um 54.1%, en togara-
lifrarinnar 45.5%, og eru þó þessar tölur
báðar nokkru lægri en verið hafði árið áð-
ur, en ekki munar það miklu. Það er áber-
andi hversu nýtingartalan er hæst í Sunn-
lendingafjórðungi, þar sem hún nær 56%,
og er það svipað og árið áður, enda er lifr-
in, sem fæst þar á vertíðinni, en aðallifrar-
magnið kemur auðvitað á þeim tíma, jafn-
aðarlega feitari en fæst annars staðar við
landið. Á Vestfjörðum var nýting lifrarinn-
ar 50.8%, sem er nokkru hærra en árið áð-
ur. í Norðlendingafjórðungi varð nýtingin
47.1%, sem er lítið eitt lægra en verið hafði
árið áður, og í Austfirðingafjórðungi 40.6%,
sem einnig er nokkru lægra.
Langsamlega mestur hluti lýsisins var
framleitt sem meðalalýsi, svo sem verið
hefur mörg ár og mun láta nærri, að það
hafi numið um 95.5%. Hins vegar var
minna um það en oft áður, að lýsið væri
kaldhreinsað til útflutnings, og mun megin
hluti þess hafa verið fluttur út ókaldhreins-
aður.
fíannsóknarstofa Fiskifélagsins hagaði
starfsemi sinni með sama hætli og undan-
farin ár, og voru starfsskilyrði óbreytt.
Verkefnin skiptast eins og áður í rannsókn-
ir á framleiðslu- og útflutningssýnishorn-
um frá fiskiðnaðinum og sjálfstæðar rann-
sóknir.
fíannsókn á aðsendum sýnishornum■
Rannsóknastofan efnagreindi á árinu 646
sýnishorn af lýsi, 119 af mjöli, 256 af salt-
fiski, 30 af skilvinduvatni og 17 af síld. Auk
þessa var prófað þanþol í miklum fjölda af
netjagarnssýnishornum og efnagreind ein-
stök sýnishorn af margvíslegu efni, sem
elcki þykir ástæða til að telja hér upp. Hér
eru heldur ekki talin sýnishorn, sem rann-
sökuð voru fyrir verksmiðjur á vinnustað.
Lýsis- og mjölsýnishorn skiptust sem hér
segir eftir tegundum:
Lýsi:
Þorskalýsi .......................... 544
Karfa- og síldarlýsi .................. 68
Hvallýsi ............................... 2
Hákarlalýsi ........................... 13
Lúðulýsi............................... 11
Háfslýsi ............................... 4
Þorska- og ufsabúkslýsi ................ 2
Annað lýsi.............................. 2
Samtals 646
Mjöl:
Fiskmjöl ............................ 88
Síldarmjöl ........................... 5
Karfamjöl ........................... 26
Samtals 119
84 af lýsissýnishornunum voru rann-
sökuð vegna útflutnings, og var því gerð
á þeim fullkomin efnagreining. Á flestum
hinna sýnishornanna var framkvæmd A-
vítamínákvörðun, en í nokkrum tilfellum
var aðeins um að ræða álcvörðun á súr,
vatni og óhreinindum. Af mjölsýnishorn-
unum voru 45 útflulningssýnishorn, en 74
framleiðslusýnishorn.
Á nær öllum þessum sýnishornum var
framkvæmd fullkomin efnagreining, jafnt
hvort þau voru útflutningssýnishorn eða
ekki. Saltfiskurinn var yfirleitt rannsak-
aður með tilliti til salt- og vatnsinnihalds,