Ægir - 01.09.1951, Síða 49
Æ G I R
257
Allar söluferðirnar voru að þessu sinni
farnar til Bretlands, að einni undanskilinni,
sem farin var til Þýzlcalands í október-
niánuði.
Meðalverð fyrir þann fisk, sem bátarnir
lönduðu, var kr. 1.09 fyrir hvert kg brúttó.
Hæst var meðalverðið á vertíðinni í marz-
mánuði kr. 1.38, en fór svo lækkandi eftir
þvi sem leið á vertíðina, og í maímánuði
var það aðeins kr. 0.57 á hvert lcg. Var
markaðurinn þá mjög ótryggur, og seldu
skipin yfirleitt ákaflega illa. Um haustið fór
verðið aftur hækkandi, og í desember komst
það upp í kr. 1.35. Varð meðalverðið því
heldur hærra á þeim fiski, sem landað var á
bátaflotanum en hjá togurunum, og er skýr-
ingin á þvi aðallega sú, að bátarnir hafa að
jafnaði meira af dýrari fisktegundum, svo
sem flatfiski og ýsu í hlutfalli við aðrar
ódýrari fisktegundir. Einnig eru farmarnir
mjög litlir, samanborið við það, sem er hjá
togurunum, og því oft meiri möguleiki á að
ná góðu verði.
5. Hraðfrysting'.
í árslok 1950 var talið, að til væri í land-
inu 78 frystihús stór og smá. Ekki voru þó
þessi hús öll starfrækt á árinu, en tala
þeirra húsa, sem starfrækt voru, varð 72,
og var það sama tala og árið áður. Skiptast
þau þannig á landshluta, að flest voru þau í
Sunnlendingafjórðungi 35 að tölu, þá í
Vestfirðingafjórðungi 14 að tölu, í Norð-
lendingafjórðungi 13 og loks í Austfirð-
ingafjórðungi 10. Heildarafkastageta allra
frystihúsanna í landinu var talin nema 947
smálestum af flökum miðað við 16 klst.
vinnu á sólarhring, en afkastageta þeirra 72
húsa, sem voru starfrælct, var talin 898 smá-
lestir. Hefur því orðið lítilsháttar aukning á
afkastagetunni hjá þeim húsum, sem starf-
rækt voru, en heildarafkastageta allra
frystihúsanna í landinu hefur aukizt um
því sem næst 67 smálestir á árinu. Töluvert
var unnið að endurbótum á frystihúsum á
árinu, aðallega í því skyni að gera vinnu-
fyrirkomulagið einfaldara og auka þannig
vinnuafköstin og einnig með það fyrir aug-
um að auka hreinlætið og bæta framleiðsl-
una á allan hátt.