Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1951, Side 53

Ægir - 01.09.1951, Side 53
Æ G I R 261 frystihúsin víða annars staðar á landinu ekki næg afköst til að taka við svo miklu magni, sem kemur úr togurunum. Að vísu fór nokkuð af karfa til Vestfjarða eða sem nam því sem næst % hluta af heildarmagn- inu af karfa. Ur fiski þeim, sem frystihúsin tóku á móti og áður er getið, framleiddu þau alls 19 844 smálestir í ýmis konar umhúðir. Var hér um að ræða allmikið minni fram- leiðslu en verið hafði árið áður, eða sem svar- aði um 10 000 smálestum, en það ár hafði verið framleitt meira af frystum fiski held- ur en nokkurn tíma áður á einu ári. Minna var nú um framleiðslu á heilfrystum fiski en árið áður og var það eingöngu flatfiskur, seni þannig var verkaður, um 2 250 smá- lestir, og þar af um 250 smálestir af heil- frystri hiðu fyrir Bandaríkjamarkað, en ann- ars var sá fiskur ætlaður fyrir brezka mark- aðinn. Lítlis háttar hafði verið heilfryst af bolfiski árið áður, en það gaf slæma raun og var ekki tekið upp aftur. Framleiðsla á flök- um var því rúmlega 17 700 smálestir, og var það uin 8 300 smálestum minna en árið áður. Sú breyting varð á framleiðslu flakanna, að tiltölulega meiri hluti en áður var fram- leiddur í umbúðir fyrir Bandaríkjamarkað. Þó var enn svo, að meiri hluti flakanna var ætlaður fyrir Evrópumarkað og því framleitt mikið í 7 punda blokkir vafðar í pergament, en einnig töluvert í öskjur, og þá aðallega 1 kg öskjur, en framleiðsla af því varð i'úmlega 2 300 smálestir, eða fast að Ví heildarframleiðslunnar af fiski fyrir Ev- rópumarkað. Stafar þessi aukning af því, a® greinilega er farið að bera á því, að markaðir í Evrópu óska eftir smærri umbúð- um, er séu þægilegri í smásölu en hinar störu umbúðir. Árið 1949 höfðu um 86% af öllum flökunum verið framleitt í 7 punda blokkir, en á þessu ári ekki Vz hluti. Rúm- lega 44% af flökunum voru framleidd í smáar umbúðir fyrir Bandarikjamarkað. Var hér um að ræða aukningu á framleiðslu 1 smáar umbúðir fyrir Bandaríkjamarltað, 6. Saltíiskverkun. Framleiðsla á saltfiski hefur verið háð allmiklum sveiflum undanfarin ár eða allt frá því fyrir styrjöldina. Á styrjaldarárun- um var framleiðslan að sjálfsögðu mjög lítil, þar sem meginhluti fisksins var flutt- ur lít ísvarinn eða frystur, en eftir styrjöld- ina, þegar þrengjast tók um markaði fyrir nýjan og frystan fisk, hófst aftur söltun á fiski í allstórum stíl, en þó hafa verið þar nokkrar sveiflur á eins og áður getur, sem stafar af því, að ýmsir örðugleikar hafa verið á framleiðslu saltfisks, og menn hafa heldur kosið að flytja fiskinn út ísvarinn eða selja hann í frystihús. Aðalerfiðleik- arnir hafa verið tæknilegir, þ. e. a. s. það hefur skort húsnæði hentugt til saltfisk- verkunar. Nokkur óvissa hefur einnig ríkt sem nam um 5 000 smálestum frá því sem verið hafði árið áður. Auðveldaðist salan fyrir frj'stihúsin til Bandarikjanna mjög mikið við gengislækkunina í marzmánuði, og gátu þau nú lagt sig meira niður við þá framleiðslu, sem annars er mjög dýr, þar sem krafizt er dýrra umbúða. Iíom þar einn- ig til, að allur sá karfi, sem framleiddur var á árinu og áður hefur verið getið, fór til Bandarikjanna. Er fyrirsjáanlegt með sama áframhaldi, að innan skamms verður þessi framleiðsla orðin hin þýðingarmesta fyrir frystihúsin.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.