Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1951, Síða 57

Ægir - 01.09.1951, Síða 57
Æ G I H 265 gerSa á árinu 1950, enda þótt menn gætu ýmislegt af þeirri reynslu lært, sem þar fékkst. Má telja vist, að áframhald verði á útgerð íslendinga við Grænland og senni- lega í vaxandi mæli, þótt ekki hefði orðið úr því á þessu ári. í Vestfirðingafjórðungi nam saltfiskfram- leiðslan alls 2 050 smálestum, og var það um 300 smálestum minna en þar hafði verið framleitt árið 1949. Á ísafirði var framleiðslan mest eða um 992 smálestir, og mun að mestu hafa komið frá togaran- um, sem þaðan er gerður út. Næst kom Bolungavík með 310 smálestir og Önundar- fjörður með 116 smálestir, Hólmavík með 124 og Drangsnes með 109 smálestir, en aðrar veiðistöðvar voru þar fyrir neðan og flestar með mjög lítið xnagn. Er í mörgum hinna minni veiðistöðva aðeins um útgerð smærri vélbáta að ræða og framleiðslan því litil. í Norðlendingafjórðungi var framleiðsl- an nokkuð meiri nú en veiúð hafði árið áð- ur eða alls 4 154 smálestir á móti 3 238 smálestum. Mest var framleiðslan á Siglu- firði eða 822 smálestir og lconi að mestu frá togaranum, sem þaðan var gerður út, en hann var nokkurn tíma á saltfiskveiðum. Næst kom svo Dalvík með 697 smálestir, þá Akureyri með 456 smálestir. Á Akureyri var að mestu um að ræða togarafisk, sem togararnir þaðan lögðu upp. Aðrar veiði- stöðvar, er fengu nokkurt saltfiskmagn, voru Skagaströnd með um 399 smálestir, Hrisey með 339 smálestir, Ólafsfjörður uieð 324 smálestir og enn aðrar með minna magn. í Austfirðingafjórðungi var saltfiskfram- leiðslan 3 641 smálest, en það var tvöfalt nieira en verið hafði árið áður, og kom aukningin að mestu frá togurunum, en einnig nokkuð frá bátaflotanum. f Nes- kaupstað var framleiðslan mest, 1 102 smá- lestir, og var það að mestu leyti frá tog- urunum. Hornafjörður var næstur með 760 smálestir, cn meginhluti þess báta- fisks, sem þar kom á land, var að þessu sinni saltaður, en svo hafði ekki verið áður, þar sem mestur hluti fisksins hafði ýmist verið fluttur út ísvarinn eða jafnvel flutt- ur nýr til þeirra staða á Austfjörðum, þar sem hægt var að taka á rnóti honum í frystihús. Þá var Seyðisfjörður næstur með 536 smálestir og var það að langmestu leyti frá togaranum, sem þaðan er gerður út. Á Fáskrúðsfirði nam saltfiskframleiðslan 277 smálestum, og var það allmikið minna en verið hafði árið áður, enda var al'li á báta, sem þaðan voru gerðir út, yfirleitt mjög tregur á árinu. Á Djúpavogi nam saltfisk- framleiðslan 266 smálestum, en á Stöðvar- firði 225 smálestum, og var þetta allveru- lega meira en verið hafði árið áður á báð- um þessurn stöðum. Á öðrum stöðum aust- anlands var sallfiskframleiðslan minni og' surns staðar rnjög lítil, enda útgerð víða þar lítil og stopul og aflabrögð auk þess lé- leg á sumrinu 1950. Undanfarin ár eða frá því fyrir styrjöld- ina hefur meginliluti þess fisks, sem fram- leiddur hefur verið í salt, verið fluttur út blautur eða óverkaður. Var þetta mikil breyting frá því, sem var fyrir styrjöldina, þegar langmestur hluti saltfisksins var verkaður áður en hann var fluttur út. Hef- ur mönnum lönguin verið það ljóst, að slíkri breylingu þyrfti að koma á aftur, þar sem ekki væri eðlilegt að flytja saltfiskinn út óverkaðan. Var það hvorttveggja, að fyi-ir fiskinn þannig fæst að sjálfsögðu mikið lægra verð en ef hann er þurrkaður og einn- ig hitt, að ýmsir markaðir vilja helzt ekki eða alls ekki fá fiskinn öðruvísi en þurrk- aðan. Hins vegar var það ljóst, að ýmsir erf- iðleikar voru á því að koma á saltfiskverk- un á nýjan leik við þær breyttu aðstæður, sem orðnar voru frá því fyrir styrjöldina. Kom það hvorttveggja til að óvíða voru til fiskreitir, sem aðallega voru notaðir áður til þess að þurrka fiskinn á, og einnig var allur lcostnaður við verkun fisksins með þeim aðstæðum, sem áður voru þekktar, orðinn það mikill, að talið var mjög mikl- um erfiðleikum bundið að framleiða verk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.