Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1951, Page 60

Ægir - 01.09.1951, Page 60
268 Æ G I R Verksmiðja Sig. Ágústssonar, Stykkis- hólmi ............................. 75 ísfell, Flateyri...................... 50 Isver, Súgandafirði .................. 12 Fiskmjöl, ísafirði.................... 60 Fiskmjölsverksmiðjan Bolungavík ... 50 Fiskmjölsverksmiðjan, Hólmavík ... 30 Sainvinnufélag útgerðarmanna, Nes- kaupstað.......................... 25 Hraðfrystihús Eskifjarðar ............ 25 Verksmiðja Ástþórs Matthíassonar, Vestmannaeyjum ................... 200 Meitillinn, Þorlákshöfn............... 25 Fiskmjöl og lýsi, Grindavík .......... 25 ís h.f., Kópavogi..................... 30 607 Er samanlögð afkastageta þessara verk- smiðja 607 smálestir af fislcúrgangi eða fislci á sólarhring, en það jafngildir því sem næst 120 smálestum af mjöli. Fram að árinu 1950 voru verksmiðjur þessar fyrst og fremst ætlaðar til vinnslu á fiskúrgangi frá frystihúsunum og söltun- arstöðvunum, og var svo einnig um ýmsar aðrar verksmiðjur, sem raunar voru fyrst og fremst byggðar sem síldarverksmiðjur og þó aðallcga verksmiðjurnar suðvestan- lands, að þær urðu að byggja afkomu sina að miklu leyti á fiskúrgangi. En á árinu 1950 varð á sú breyting, þegar togararnir hófu karfaveiðar, að miklu meira féll til af úrgangi, ault þess sem togararnir lönduðu nú karfanum heilum beint í fiskmjölsverk- Tafla XXXIII. Framleiðsla mjöls og lýsis úr síld og öðrum bolfiski. Síldarmjöl Karfamjöl Fiskimjöl 1950 smál. 4 955 12 737 9 819 1949 smál. 8130 6 621 Mjöl alls 27 511 14 751 Sildarlýsi Karfalýsi 4 328 3145 7 631 »» Lýsi alls 7 473 7 631 9. Sala og útflutningur sjávarafurða. Allt frá því að styrjöldinni lauk 1945 hafa verið árlega allmiklar sveiflur og breytingar á útflutningi íslenzkra sjávar- afurða. Hafa breytingar þessar orðið bæði hvað snertir afurðirnar, sem fluttar hafa verið út, þ. e. a. s. hagnýting fiskafurðanna hefur verið breytileg frá ári til árs og einnig hefur það breytzt mjög, hvert afurðirnar hafa verið seldar, þ. e. a. s. markaðslöndin hafa verið breytileg. Hefur þetta að sjálf- sögðu valdið sjávarvöruframleiðslunni tölu- verðum erfiðleikum, þar sem ávallt hefur smiðjurnar til vinnslu á lýsi og mjöli. Kom þetta að sjálfsögðu aðeins til greina fyrir þær verksmiðjur, sem höfðu tök á því að vinna feitan fisk, en eins og áður segir þá fer þeim sífellt fjölgandi. Framleiðsla allra síldar- og fiskmjöls- verksmiðjanna er sýnd í töflu XXXII. Sam- kvæmt henni hefur frámleiðsla mjöls num- ið 27 511 smálestum, sem er nær tvisvar sinnum meira en var á árinu 1949, og gætir þar að sjálfsögðu mest karfamjölsins, en það eitt varð 12700 smálestir rúmlega. Fisk- mjölsframleiðslan varð 9 800 smálestir, on þar með er þó talið um 1 700 smálestir af ufsamjöli, sem unnið var úr heilum ufsa mest um sumarið í síldarverksmiðjunum- Síldarmjölsframleiðslan var að sjálfsögðu ekki mikil, eða tæplega 5 000 smálestir, enda var síldaraflinn lítill svo sem kunnugt er. Árið 1949 hafði síldarmjölsframleiðslan verið rúmlega 8 000 smálestir. Framleiðsla á karfalýsi var 3 145 smá- lestir og er það að sjálfsögðu eklci mikið magn miðað við hið mikla mjölmagn, sem framleitt var úr karfa, enda er talið, uð karfinn sé ekki feitari en svo, að úr hon- um náist um 5% af lýsi. Framleiðsla síld- arlýsis var 4 328 smálestir, og var það rúm- lega 3 000 smálestum minna en árið áður.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.