Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1951, Page 62

Ægir - 01.09.1951, Page 62
270 Æ G I R anfarin ár, en t. d. árið 1949 var hún 98.1% og mun aldrei hafa verið hærri en þá. Lækk- unin stafar af því fyrst og fremst, að til- tölulega meira var nú flutt út af landbún- aðarafurðum en áður pg einnig hinu, að nokkur gömul skip voru seld úr landi, en skip eru mjög óvenjulegur liður í útflutn- ingnum. Loks kom svo togaraverkfallið hér til. Enda þótt nokkrar breytingar verði jafnaðarlega innbyrðis milli afurðaflokk- anna frá ári til árs, þá fer þó ekki hjá því, að sömu afurðirnar hafa mesta þýðingu ár frá ári. Má sjá í eftirfarandi yfirliti, hvaða afurðir það eru fyrst og fremst, sem hafa meginþýðingu i útflutningnum, en þær eru tiltölulega fáar: 1950 1949 1948 1947 % % % % ísvarinn fiskur . . . 6.3 26.7 24.4 16.0 Freðfiskur 21.1 33.6 17.2 25.9 Síldarlýsi og annað búklýsi 8.1 6.0 20.1 19.4 Síldar- og fiskmjöl 9.8 2.8 11.2 6.1 Þorskalýsi 11.0 6.6 9.1 8.5 Saltfiskur 23.4 13.1 8.3 17.6 Saltsild 14.4 7.3 6.2 4.9 Samtals 94.1 96.1 96.5 98.4 Þeir 7 eða 8 afurðaflokkar, sem hér eru taldir, hafa verið um 94.1 % af útflutningi sjávarafurða 1950, og er það raunar lítið eitt minna en undanfarin ár. Sú breyting hefur orðið á frá fyrri ári, að saltfiskurinn hefur nú tekið við forustinni af frysta fisk- inum að þessu sinni, enda þótt vart megi gera ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 23.4 % af útflutningnum var saltfiskur, verkaður og óverkaður, en árið áður hafði hlutur saltfisksins aðeins verið 15.1%. Hins vegar lækkaði hluti freðfisksins úr 33.6% í 21.1%, enda var framleiðsla á freðfiski á þessu ári mun minni en árið áð- ur eins og áður hefur verið getið. Mest var þó áberandi, hversu ísfiskurinn lækkaði jnjög hlutfallslega, eða úr 26.7% í aðeins 6.3%. Stafaði þetta.að sjálfsögðu fyrst og fremst af togaraverkfallinu, en einnig af hinu, að marlcaðurinn í Bretlandi brást mjög, og loks var útilokað að landa jafn- miklu magni í Þýzkaland og verið hafði undanfarin 2 ár, jafnvel þótt verkfallið hefði ekki skollið á. Saltsíldin var nú tölu- vert þýðingarmikill liður í útflutningnuin, eða 14.4% á móti 7.3% árið áður, og kom þar fyrst og fremst til hin mikla saltsíldar- framleiðsla við Faxaflóa og á Suðurlandi um haustið. Þá var hluti þorskalýsisins einnig mikið meiri nú en áður, eða 11.0% á móti 6.6%, enda var mjög mikið af þorskalýsis- framleiðslunni frá 1949 flutt út á árinu 1950. Síldar- og fiskmjölsútflutningurinn jókst einnig mjög á árinu, eða úr 2.8% 1949 í 9.8% 1950, og var þar aðallega um að ræða aukningu á fiskmjölsútflutningi, þ. e. a. s. karfamjöli og mjöli, sem unnið var úr úrgangi frá frystihúsunum og sölt- unarstöðvum, en afkastageta fiskmjöls- verksmiðjanna hefur aukizt mjög frá því, sem áður var, og því meiri möguleikar til þess að nýta úrganginn. Síldarlýsi og ann- að lýsi, sem unnið er úr heilum fiski, var nú 8.1% af útflutningnum, en árið áður hafði síldarlýsið verið 6.0%, enda var þá ekki framleitt neitt karfalýsi. Aukningin á þessum lið kemur nær eingöngu af franv leiðslu og útflutningi búklýsis úr karfa og nokkuð úr ufsa. Ef útflutningurinn er flokkaður niður eftir þeim veiðum, þar sem frumframleiðsl- an fer fram, þ. e. a. s. í 3 floklca, afurðir frá þorskveiðum, afurðir frá síldveiðum og afurðir frá hvalveiðunum þá kemur i Ijós eftirfarandi: 1950 1949 % % Afurðir frá þorskveiðum .... 74.8 83.9 — — síldveiðum..... 22.1 13.8 — — hvalveiðum..... 3.1 2.3 100.0 100.0 Um % af útflutningnum eru afurðir frá þorskveiðunum, og er það raunar heldur minni hluti en árið áður, sem stafar að

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.