Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1951, Page 79

Ægir - 01.09.1951, Page 79
Æ G I R 287 lengd um 20 metra, og er viðbótin 9 metra breið. Er hún gerð með steyptum kerurn. ísafiörður. Unnið var að uppfyllingu hins nýja hafnarbakka í Neðstakaupstað. Ogur. Hafin var bygging ferjubryggju i Ogri og lokið við landgang hennar og eitt her, sem ætlað er að setia niður á árinu 1951. Blönduós. Þar var hreinsað grjót frá bryggju, og var þvi verki lokið að fullu. Skagaströnd. Hafnargarðurinn var lengd- ur um 56 metra og notuð til þess steypt ker, er flutt voru inn frá Bretlandi. Steypt var innan í kerin til styrktar og járnbent ]data yfir. Allmikið af stórgrýti var sett utan við kerið til hlífðar, en þó er enn eftir uð bæta við miklu grjóti og ganga að öðru leyti frá þessari framlengingu. Dýpkunar- skipið Grettir vann að dýpkun hafnarinnar, aðallega á svæðinu austan hafnargarðsins fram af bryggjunni og milli þeirra. Dýpið við löndunarbrvggjuna er 13—14 fet og við bátabryggjuna 9—10 fet um stórstraums- fjöru. Bátabryggjan var lengd um 11 metra, og er hún nú 30 metrar á lengd. Sauðárkrókur. Þar var sett járnþil á nokkurn hluta hafnargarðsins utan á tré- þilið, sem orðið var mjög skemmt af tré- átu. Lengd járnþilsins var um 126 metrar. Þá var dýpkað talsvert meðfram hafnar- garðinum. Ólafsfjörður. Hafinn var undirbúningur að fyrirhugaðri lengingu annars hafnar- garðsins í Ólafsfirði. Var steypt á braut járnbent steinsteypuker 10X15 metrar og 4.5 metrar á hæð. Einnig var nokkuð unnið að dýpkun hafnarinnar. Iirisey. Gerð var uppfylling og byggt stauraplan til sildarsöltunar við hafskipa- hryggjuna í Hrísey. Akuregri. Syðri Torfunesbryggjan á Ak- ureyri var lengd um 26 metra og er þá öll bryggjan nú 122 metrar á lengd og breiddin allt að 14 metrar. Framlenging sú, sem nú var gerð, er úr tré með grjótkeri í enda. Mjókkar hún í 4.5 metra fremst. Haldið var áfram með dráttarbrautargerð og með- al annars lokið við að steypa undirstöðu- garða seinni brautarinnar. Er dráttarbraut- in byggð utan til á Oddeyri. Þá var loks nokkuð unnið að dýpkun i höfninni. Svalbarðseijri. Byggð var hafskipa- bryggja, og er dýpið við hana um 18 fet á fjöru. Þetta er staurabryggja með land- gangi og haus. Lengd haussins er 19 metrar og breidd 12.5 metrar. Landgangur bryggj- unnar er 63 metrar á lengd og 5 metrar á breidd. Vopnafíörður. Lokið var við smíði haf- skipabryggju á Vopnafirði. Bryggjan er samfelld steinsteypubryggja, og er undir- slaðan að mestu úr járnbentum steinsteypu- kerum. Er lengd bryggjunnar sem næst 5 metrar, en breiddin 10 metrar og viðlegu- kantur í haus liðlega 20 metrar, en 15 feta dýpi um lægstu fjöru. Neskaupstaður. Eldri bæjarbryggjan i Neskaupstað var rifin að mestu og endur- byggð með svipuðu formi. Þetta er staura- bryggja. Uppbryggjan er 27X8 metrar, frambryggjan 21X10 metrar, en dýpi við enda bryggjunnar um 6 metrar við lægstu fjöru. Fyrirhugað er að byggja þverálmu 10X25 metra í haus bryggjunnar á árinu 1951. Vestmannaeijjar. Bryggjan i Friðarhöfn- inni var lengd um 97 metra. Dýpi við þenn- an hluta bryggjunnar er 6 metrar á meðal stórstraums fjöru. Þá vann enn fremur dýpkunarskipið Grettir að dýplcun inn-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.