Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1959, Síða 63

Ægir - 15.12.1959, Síða 63
ÆGIR — AFMÆLISRIT 61 2. Hagstæð vufskiptakjör nægðu ekki. Þegar leið á 14. öld munu verzlunar- kjörin hafa verið farin að færast íslend- ingum meira í hag, og má telja, að þau hafi yfirleitt verið hagstæð fram að siða- skiptum. Fiskur (einkum skreið) og aðr- ar sjávarafurðir höfðu þá þegar náð þeim sessi, sem þær skipa enn þann dag í dag sem mikilvægustu útflutningsafurð- ir landsmanna og voru eftirsótt vara víða um Evrópu og í háu verði, en „yfirleitt má segja, að útbreiðs’a kristni og stækk- un borga í Evrópu hafi valdið þessari út- flutningsbyltingu vorri“ (Jón Jóhannes- son). — Með siðaskiptunum og þeim þjóð- félagslegu umbrotum, sem þeim fylgdu, drógust þessi viðskipti saman, og mun töluvert verðfall hafa orðið á fiskafurð- um, a. m. k, um nokkurra áratuga skeið. — Má geta þess til, að sú breyting til hins verra hafi bæði stafað af því, að fiskneyzla hafi eitthvað minnkað í þeim löndum, seni tóku upp hinn nýja sið, og eins vegna þess, að almennt mun hafa dregið úr verzlun og siglinguni á sjó vegna tíðra styrjalda; gömul og gróin verzlunarveldi liðu undir lok, og það gap, sem þannig myndaðist, varð ekki fyllt í einni svipan. — Með þessum trúarbragða- deilum skiptist Evrópa í tvær andstæðar þjóðafylkingar, — annars vegar voru Noi’ður- og Vestur-Þjóðverjar, Hollend- ingar, Norðurlandabúar og Bretar; allt tiltölulega stórar fiskveiðiþjóðir, — liins vegar hin kaþólska Suður- og Mið-Evr- ópa, sem voru töluverðir fiskinnflytjend- ur. — Er ekki ósennilegt, að þetta á- stand hafi orðið þess valdandi, að hinar kaþólsku þjóðir tóku að stunda fiskveiðar á fjarlægum miðum í stærra mæli en áð- ur. — En hvað um það, — viðskiptakjör- in færðust íslendingum aftur í óhag, — í þetta skipti vegna verðfalls á fiskaf- urðum. Hinsvegar er það staðreynd, að sú hálf önnur til tvær aldir mikils fiskafla, hag- stæðs útflutningsverðs og almennrar vel- gengni gat ekki megnað að gera íslend- inga að verzlunar- og siglingamönnum að nýju, og ekki breyttust útgerðarhættir þeirra að ráði, nema hvað sjósókn og fiskveiðar jukust mikið á tímabilinu. Ekki verður fremur en áður nein ein ástæða talin til þess, — heldur munu þær vera fjölmargar, — allt frá dáðleysi landsmanna sjálfra til afturhaldssemi hinnar ráðandi bændastéttar og kirkju- höfðingjanna. Vil ég nú reyna að tína til nokkrar ástæður, sem telja má að geti varpað nokkru ljósi á þetta mál. 1 fyrsta lagi má nefna, að þar sem Is- lendingar misstu verzlunina að mestu úr höndum sér á annað borð þegar á þjóð- veldisöld, hafi í sjálfu sér verið mjög erfitt fyrir þá að hefja sig á ný upp úr ræfildómnum, enda þótt byrlega blési í þeim efnum um skeið. Önnur ástæða var sú, að á Islandi var ekkert sterkt ríkisvald eða annað það afl, sem hlúð gæti eða vildi hlúa að verzlun og siglingum landsmanna sjálfra. — Bæir og þorp — þ. e. verzlunar- og út- gerðarstaðir náðu ekki að myndast, mest vegna andstöðu hinnar ráðandi bænda- stéttar og kirkjunnar — og þeim auði, sem einstaklingar söfnuðu á þessum öld- um, var að mestu varið til kaupa á jarð- eignum. Bann við þurrabúð hafði gilt um langan aldur á Islandi og var fremur hert á þeim ákvæðum á þessu tímabili. — Verkaskipting milli bæja og sveita var þannig hindruð. Eftir að landið komst undir stjórn Noregskonunga — og síðar Danakonunga — finnast mörg dæmi þess, að þeir höfð- ingjar hafi reynt að hindra Islendinga í að sinna eigin verzlun, en aftur á móti stutt að siglingum sinna eigin landsmanna til íslands. í þriðja lagi má nefna vöxt og viðgang verzlunarvelda eins og Hansaborganna og Englands, sem lögðu undir sig og einok- uðu verzlun smáþjóðanna, þar sem því varð við komið. Ekki hirði ég að rekja þessa eymdar- sögu lengra, — eftir þetta kom einokun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.