Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 63
ÆGIR — AFMÆLISRIT
61
2. Hagstæð vufskiptakjör nægðu ekki.
Þegar leið á 14. öld munu verzlunar-
kjörin hafa verið farin að færast íslend-
ingum meira í hag, og má telja, að þau
hafi yfirleitt verið hagstæð fram að siða-
skiptum. Fiskur (einkum skreið) og aðr-
ar sjávarafurðir höfðu þá þegar náð
þeim sessi, sem þær skipa enn þann dag
í dag sem mikilvægustu útflutningsafurð-
ir landsmanna og voru eftirsótt vara víða
um Evrópu og í háu verði, en „yfirleitt
má segja, að útbreiðs’a kristni og stækk-
un borga í Evrópu hafi valdið þessari út-
flutningsbyltingu vorri“ (Jón Jóhannes-
son). — Með siðaskiptunum og þeim þjóð-
félagslegu umbrotum, sem þeim fylgdu,
drógust þessi viðskipti saman, og mun
töluvert verðfall hafa orðið á fiskafurð-
um, a. m. k, um nokkurra áratuga skeið.
— Má geta þess til, að sú breyting til
hins verra hafi bæði stafað af því, að
fiskneyzla hafi eitthvað minnkað í þeim
löndum, seni tóku upp hinn nýja sið, og
eins vegna þess, að almennt mun hafa
dregið úr verzlun og siglinguni á sjó
vegna tíðra styrjalda; gömul og gróin
verzlunarveldi liðu undir lok, og það gap,
sem þannig myndaðist, varð ekki fyllt í
einni svipan. — Með þessum trúarbragða-
deilum skiptist Evrópa í tvær andstæðar
þjóðafylkingar, — annars vegar voru
Noi’ður- og Vestur-Þjóðverjar, Hollend-
ingar, Norðurlandabúar og Bretar; allt
tiltölulega stórar fiskveiðiþjóðir, — liins
vegar hin kaþólska Suður- og Mið-Evr-
ópa, sem voru töluverðir fiskinnflytjend-
ur. — Er ekki ósennilegt, að þetta á-
stand hafi orðið þess valdandi, að hinar
kaþólsku þjóðir tóku að stunda fiskveiðar
á fjarlægum miðum í stærra mæli en áð-
ur. — En hvað um það, — viðskiptakjör-
in færðust íslendingum aftur í óhag, —
í þetta skipti vegna verðfalls á fiskaf-
urðum.
Hinsvegar er það staðreynd, að sú hálf
önnur til tvær aldir mikils fiskafla, hag-
stæðs útflutningsverðs og almennrar vel-
gengni gat ekki megnað að gera íslend-
inga að verzlunar- og siglingamönnum
að nýju, og ekki breyttust útgerðarhættir
þeirra að ráði, nema hvað sjósókn
og fiskveiðar jukust mikið á tímabilinu.
Ekki verður fremur en áður nein ein
ástæða talin til þess, — heldur munu
þær vera fjölmargar, — allt frá dáðleysi
landsmanna sjálfra til afturhaldssemi
hinnar ráðandi bændastéttar og kirkju-
höfðingjanna. Vil ég nú reyna að tína til
nokkrar ástæður, sem telja má að geti
varpað nokkru ljósi á þetta mál.
1 fyrsta lagi má nefna, að þar sem Is-
lendingar misstu verzlunina að mestu úr
höndum sér á annað borð þegar á þjóð-
veldisöld, hafi í sjálfu sér verið mjög
erfitt fyrir þá að hefja sig á ný upp úr
ræfildómnum, enda þótt byrlega blési í
þeim efnum um skeið.
Önnur ástæða var sú, að á Islandi var
ekkert sterkt ríkisvald eða annað það afl,
sem hlúð gæti eða vildi hlúa að verzlun
og siglingum landsmanna sjálfra. —
Bæir og þorp — þ. e. verzlunar- og út-
gerðarstaðir náðu ekki að myndast, mest
vegna andstöðu hinnar ráðandi bænda-
stéttar og kirkjunnar — og þeim auði,
sem einstaklingar söfnuðu á þessum öld-
um, var að mestu varið til kaupa á jarð-
eignum. Bann við þurrabúð hafði gilt um
langan aldur á Islandi og var fremur
hert á þeim ákvæðum á þessu tímabili. —
Verkaskipting milli bæja og sveita var
þannig hindruð.
Eftir að landið komst undir stjórn
Noregskonunga — og síðar Danakonunga
— finnast mörg dæmi þess, að þeir höfð-
ingjar hafi reynt að hindra Islendinga í að
sinna eigin verzlun, en aftur á móti stutt
að siglingum sinna eigin landsmanna til
íslands.
í þriðja lagi má nefna vöxt og viðgang
verzlunarvelda eins og Hansaborganna og
Englands, sem lögðu undir sig og einok-
uðu verzlun smáþjóðanna, þar sem því
varð við komið.
Ekki hirði ég að rekja þessa eymdar-
sögu lengra, — eftir þetta kom einokun