Ægir - 15.12.1959, Page 85
ÆGIR — AFMÆLISRIT
83
Þessi tafla ber með sér, að hlutdeild
sumra liðanna hefir breytzt töluvert á
milli hinna tveggja tímabila og þó séi’stak-
lega launin þ. e„ laun og aflahlutur skip-
verja, uppskipun, akstur, vaktir í höfn,
hlunnindi o. þ. h. Laun á skrifstofu eru
ekki tekin inn í þennan lið, en eru í liðn-
um „ósundurliðaður reksti-ai'kostnaður“.
Hlutdeildlaunanna hefur hækkað úr 31.9%
árið 1935 í 48.2% árið 1955, eða úr tæp-
um þriðjungi í tæpan helming af heild-
arkostnaði. Eftirtektarvert er, hve elds-
neytiskostnaður hefur minnkað hlutfalls-
lega mikið, enda þótt meðalstærð flotans
hafi aukizt mjög og, að nú er sótt meira
á fjarlæg mið. Hlutdeild viðhaldskostnað-
ar hefur aukizt nokkuð árið 1955 þrátt
fyrir lægri meðalaldur flotans á því ári
en 1935. Hefur aukið úthald orsakað þetta
og svo ýmis tæki, sem ekki voru í gömlu
togurunum ásamt aukningu vinnulauna
umfram almenna aukningu verðlags. Vá-
trygging skipa hefur lækkað hlutfallslega
árið 1955 og mun röng gengisskráning
vera aðalorsök þess.
Tafla VII sýnir samanburð á rekstrar-
kostnaði togara í Bretlandi og á íslandi.
» Tafla VII10)
Samanburöur á rekstrarkostnaöi togara
í Bretlandi og á íslandi.
Bretland ísland
1954 1955
% %
Útgerðarstjórn o. fl......... 3.50 1.55
Eldsneyti .................... 23.07 13.49
Kaup skipverja ............... 29.42 38.58
ís og salt*) .................. 1.12 4.76
Viðgerðir og endurbætur . . 11.24 8.73
Vistir og veiðarfæri ......... 10.34 16.29
Hafnargjöld og löndunar-
kostnaður ................... 7.60 8.51
Fjarskiptatæki og radar ... 2.65 0.34
Afskriftir og vátrygging .. . 10.46 7.75
100.00 100.00
Mikill munur er hér á flestum hlutföll-
um. Kaup skipverja á íslenzkum togurum
*) Þeir togarar brezkir, sem hér eru lagðir
til grundvallar, stunduðu einungis ísfiskveiðar
og notuðu því ekkert salt.
er rúmum 9% hærra að hlutdeild í kostn-
aðinum, heldur en á brezkum togurum,
enda virðist hlutur launa í heildarkostnaði
á þeim brezku vera nær því, sem var hér
árið 1935, enda þótt tölurnar í töfium VI
og VII séu ekki fyllilega sambærilegar. Af-
skriftir eru lægri hjá okkur, enda eru sum
skipin ekki afskrifuð, þegar um mikinn
taprekstur er að ræða á viðkomandi ári.
Stærsti hlutfallsmunurinn er samt á
eldsneytiskostnaði togaranna hér og í
Bretlandi. Virðist það stafa af því, að
Bretar nota eldsneytisfrekari skip og eins
þurfa þeir að sækja lengra á mið og eyða
því meiri tíma í siglingar. Meiri siglingar
og styttri veiðitími getur verið ein aðal-
orsök þess, að veiðarfærakostnaður þeirra
er hlutfallslega minni.
Hlutur skipverja á fiskibátum mun vera
nálægt 50% af útgerðarkostnaði eins og
hann er tekinn í töflu VII, þ. e. þegar lið-
irnir opinber gjöld, almannatryggingar,
ágóði og ýrnis kostnaður eru undanskildir.
Sézt þá greinilega, að vinnuaflið á miklu
minni þátt í útgerðarkostnaði togaranna
en bátanna, enda er hlutur fjármagnsins
stærri og þýðingarmeiri í togaraútgerð en
bátaútgerð.
Skýringar.
H Línurit I er byggt á Fiskiskýrslum og
Hlunninda fram til ársins 1940, en síðan á
skipaskránni í Sjómannaalmanakinu.
2) Tafla I er tekin úr grein eftir Jón Jóns-
son fiskifræðing, er birtist í 4. tbl. Ægis frá 15.
marz 1955, bls. 54. Uppsetningu töflunnar er
lítið eitt breytt hér. Tölurnar í töflu þessari
eru iniðaðar við veiðidag en ekki úthaldsdag.
3) Tafla II. Meðalaflinn á saltfiskveiðum
árin 1930—1938 er tekinn úr Ægi frá þeim
tíma. Þar er þyngd hans miðuð við fullverkað-
an fisk. í Fiskiskýrslum og Hlunninda frá 1940
er gefið upp, að fullverkaður fiskur reiknist
40 kg. á móti 65 kg. af fiski vegnum úr skipi.
Er reiknað með, að þessi hlutföll hafi Fiski-
félagið notað til umreiknings á aflanum af
saltfiskveiðum togara. Saltfiski vegnum úr
skipi er síðan breytt öll árin í slægðan fisk
með haus og til þess notuð hlutföllin 1 kg.
saltfiskur á móti 1,822 kg. af fiski siægðum
með haus, sem eru þau hlutföll, er Fiskifélagið